Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   fim 22. desember 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heyrði smell í síðasta sprettnum - „Náði að búa til límonaði úr þessu"
Kvenaboltinn
Ingunn Haraldsdóttir.
Ingunn Haraldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með KR gegn Þrótti.
Í leik með KR gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur fagnar marki á síðustu leiktíð.
Þróttur fagnar marki á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þjálfarateymið var búið að hafa samband og hafði áhuga á að fá mig. Ég er búin að fylgjast með Þrótti síðustu ár og þeirra vegferð. Mér finnst mjög spennandi að taka þátt í því verkefni," segir Ingunn Haraldsdóttir í samtali við Fótbolta.net.

Ingunn, sem er 27 ára öflugur varnarmaður, gekk á dögunum í raðir Þróttar frá KR.

„Fyrstu vikurnar hafa verið mjög góðar. Ég er að koma mér aftur af stað eftir meiðsli. Það gengur upp og niður, en ég er að komast af stað og ég er að kynnast stelpunum. Mér líst mjög vel á hópinn, það er mikill metnaður þarna. Ég hlakka til að komast í skóna fyrir sumarið," segir Ingunn.

Ingunn, sem var fyrirliði KR um nokkurt skeið, fór til Grikklands í fyrra og lék þar með PAOK. Hún ætlaði sér að spila heima síðasta sumar en gat það ekki vegna meiðsla.

„Ég var út í Grikklandi. Ég er að hita upp fyrir leik og er að taka síðasta sprettinn í upphitun fyrir leik. Ég heyri smell og þá er hásinin farin. Við tekur fljót ákvörðun um að drífa mig heim í aðgerð. Ég komst að strax. Ég þarf svo að vera í gifsi og gönguskóm í einhverja tvo mánuði áður en ég get byrjað að ganga aftur."

„Þetta eru sex til átta mánuðir sem er talað um áður en þú getur byrjað aftur að hlaupa og æfa. Ég var byrjuð að hlaupa að einhverju viti í ágúst, september. Ég er búin að spila hálfleik í æfingaleikjum. Þetta er að koma."

„Þetta er erfitt, en maður kemst líka að því að það er líf fyrir utan fótboltann. Ég náði að búa til límonaði úr þessu. Ég ferðaðist til að mynda í heilan mánuð í Kólumbíu í sumar. Ég náði að gera gott úr þessu. En ég finn það þegar ég mæti á æfingar - mæti í brassa og svona með stelpunum - hvað þetta er ógeðslega gaman og hvað ég er búin að sakna þess."

Hún segir að tíminn í Grikklandi hafi verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur, en Besta deildin á Íslandi er heilt yfir sterkari en gríska deildin.

„Þessi tími var mjög skemmtilegur og mjög þroskandi. Þær eru komnar styttra en við en ég var í mjög metnaðarfullu félagi sem vill standa sig og er að reyna að leggja metnað í hlutina. Það var líka mjög þroskandi að búa ein í Suður-Evrópu. Ég sé alls ekki eftir þessu."

Hún ákvað að taka bataferlið heima á Íslandi og fór hún ekki aftur til Grikklands þar sem hún er að læra læknisfræði hér á landi. Hún tók sér stutta pásu frá námi til að upplifa atvinnumannadraum í fótboltanum.

„Ég átti samning fram í maí og ætlaði að koma aftur heim til að fara í skóla í haust. Það var eiginlega aldrei spurning um að ég myndi ekki fara aftur," segir Ingunn en er hún áfram með draum um atvinnumennsku?

„Ég fékk að svala þorstanum þarna. Það er frábært að sjá hvað það er mikið af tækifærum fyrir leikmenn. Þetta er búið að breytast hratt. Það er aldrei að vita en ég ætla að klára námið fyrst."

„Ég myndi segja að það sé mikill munur á deildunum. PAOK hefur verið langbesta liðið í Grikklandi og einokað titilinn síðustu 16 árin eða svo. Deildin er aðeins að jafnast, en íslenskan deildin er mun betri."

Ingunn var nokkuð lengi hjá KR en fyrir nokkrum vikum sagði hún frá því að hún hefði ekkert heyrt úr Vesturbænum eftir að síðasta tímabili lauk. Hún ræddi í kjölfarið við KR en hugurinn var annars staðar.

„Þessi pilla hefur skilað sér. Þau heyrðu í mér. Ég ræddi við nýja þjálfarann líka en hugur minn var alltaf að spila í Bestu deildinni og ég var mjög spennt fyrir því sem Nik og Edda voru að tala um. Það var aldrei spurning að ég ætlaði að vera í efstu deild," segir Ingunn en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem hún ræðir meira um tímabilið sem framundan er með Þrótti.
Athugasemdir
banner