Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fös 22. desember 2023 15:11
Elvar Geir Magnússon
Eggert Aron til Norrköping? - Malmö sýnir áhuga
Eggert Aron er leikmaður Stjörnunnar.
Eggert Aron er leikmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eggert Aron Guðmundsson er orðaður við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping. Ef þessi 19 ára leikmaður fer til sænska félagsins verður hann samherji Ísaks Andra Sigurgeirssonar á ný en þeir léku saman hjá Stjörnunni.

Eggert lék frábærlega með U19 landsliðinu á EM fyrr á árinu og var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar. Hann var valinn efnilegastur í deildinni.

Norrköping hefur verið í viðræðum við Víking um að fá Arnar Gunnlaugsson til að taka við liðinu og þá hefur Jóhannes Karl Guðjónsson einnig verið orðaður við starfið.

Fleiri erlend félagslið horfa til Eggerts, þar á meðal Haugesund í Noregi, liðið sem Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrir. Einnig ku sænska stórliðið Malmö sýna honum áhuga.
Athugasemdir
banner