Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 07. október 2023 12:47
Fótbolti.net
Efnilegastur 2023 - Besti leikmaður deildarinnar í dag
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Eggert Aron Guðmundsson.
Eggert Aron Guðmundsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hinn nítján ára gamli Eggert Aron Guðmundsson hefur verið algjörlega frábær með Stjörnunni í sumar og Fótbolti.net velur hann efnilegasta leikmann tímabilsins. Það er ekki að ástæðulausu sem Silfurskeiðin syngur hátt og snjallt um hann á Samsung vellinum.

Sérstaklega hefur Eggert leikið einstaklega vel seinni hluta mótsins og alls hefur hann komið með beinum hætti að ellefu mörkum.

Hann var besti leikmaður U19 landsliðsins í lokakeppni EM í sumar og skoraði eitt af mörkum mótsins. Hann hélt áfram í flugi í Bestu deildinni, tekur öflug hlaup fram á við og reynist varnarmönnum afskaplega erfiður viðureignar. Skiljanlega er gríðarlegur áhugi á honum erlendis frá.

   16.09.2023 10:00
Einn harðasti Stjörnumaðurinn valdi að vera áfram - „Sé ekki eftir henni í eina sekúndu“

„Að mínu mati besti leikmaður deildarinnar í dag og klárlega leikmaður úrslitakeppninnar. Einhverjir höfðu áhyggjur af því að Stjarnan myndi missa mikið eftir að Ísak Andri fór út en Eggert fyllti í það skarð og rúmlega það. Frábær leikmaður og klárlega sá efnilegasti. Shout out á Hlyn Frey hjá Val sem mér finnst koma í humátt á eftir Eggerti," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net.

„Það segir margt um gæði hans að vera valinn efnilegri en Hlynur Freyr í Val. Það er alveg ofboðslega gaman að horfa á hann spila því hann spilar af ástríðu og virðist elska Stjörnutreyjuna meir en lífið sjálft. Tilbúinn að gera hvað sem er fyrir sigur og ef það er að sóla einn og sóla svo annan til að smyrja honum í vinkilinn þá gerir hann það bara eins og að hlaupa aftur í vörn," segir Benedikt Bóas Hinriksson.

Sjá einnig:
Kristall Máni Ingason efnilegastur 2022
Sævar Atli Magnússon efnilegastur 2021
Valgeir Lunddal efnilegastur 2020
Finnur Tómas Pálmason efnilegastur 2019
Willum Þór Willumsson efnilegastur 2018
Alex Þór Hauksson efnilegastur 2017
Böðvar Böðvarsson efnilegastur 2016
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Útvarpsþátturinn - Besta lokahófið, lokaumferðin og Stefán Teitur
Athugasemdir
banner
banner
banner