Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sækir Óli Skúla sinn gamla liðsfélaga?
Ari Leifsson.
Ari Leifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Leifsson er leikmaður Kolding í Danmörku en hann hefur einungis komið við sögu í þremur leikjum fyrri hluta tímabilsins, spilaði síðast 2. september fyrir Kolding. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Hann er 27 ára miðvörður sem á hálft ár eftir af samningi sínum við danska fyrstu deildar félagið.

Hann hefur verið orðaður við heimkomu í Bestu deildina. Breiðablik gæti horft til Ara eftir ákvörðunina að endursemja ekki við Damir Muminovic.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, þekkir vel til Ara en þeir spiluðu saman hjá Fylki áður en Ari fór út í atvinnumennsku.

Þá gæti Víkingur einnig horft til Ara. Hann og Valdimar Þór Ingimundarson eru báðir Fylkismenn, léku saman í yngri flokkum og í meistaraflokki áður en þeir héldu báðir erlendis. 2017-19.

Víkingur gæti misst þá Róbert Orra Þorkelsson og Svein Gísla Þorkelsson erlendis í vetur. Þá hefur fyrirliðinn Oliver Ekroth verið orðaður við heimför til Svíþjóðar.
Athugasemdir
banner
banner