Fyrr í dag tók Fótbolti.net saman lista yfir leikmenn sem gætu farið úr Bestu deildinni í atvinnumennskuna.
Núna tökum við saman lista yfir tíu leikmenn sem gætu komið heim fyrir næsta sumar og spilað í Bestu deildinni.
Núna tökum við saman lista yfir tíu leikmenn sem gætu komið heim fyrir næsta sumar og spilað í Bestu deildinni.
Hér fyrir neðan má skoða listann.
Guðmundur Þórarinsson - Var orðaður við heimkomu til Íslands í Þungavigtinni á dögunum. Hann var orðaður við Val í slúðurpakkanum í október.
Ægir Jarl Jónasson - Gæti hann ákveðið að koma heim eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson hætti sem þjálfari AB í Danmörku?
Arnór Ingvi Traustason - Líklegt að hann færi sig um set frá Norrköping. Er heimakoma til Íslands í kortunum?
Ari Leifsson - Fylkismaðurinn hefur spilað í Noregi og Danmörku frá 2020 en núna er spurning hvort að hann komi heim.
Elías Már Ómarsson - Er leikmaður Meizhou Hakka í Kína en félagið var að falla úr úrvalsdeildinni þar í landi. Elías hefur verið orðaður við uppeldisfélag sitt, Keflavík.
Danijel Dejan Djuric - Hefur heilt yfir lítið spilað í Króatíu og var orðaður við Íslansmeistara Víkings í slúðurpakkanum á dögunum.
Logi Hrafn Róbertsson - Er liðsfélagi Danijels í Króatíu og hefur heldur ekki spilað svakalega mikið. Það er ljóst að ef hann er fáanlegur, þá verður áhuginn á honum hér heima mikill.
Róbert Frosti Þorkelsson - Kom við sögu í þremur leikjum með GAIS í sænsku úrvalsdeildinni. Gæti verið fínt fyrir hann að koma aftur heim á láni.
Athugasemdir


