Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 23. janúar 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Keane tekur upp hanskann fyrir Arteta - „Ert ekki í þessu til að vera vinur allra“
Talsvert hefur verið rætt um ærslagang Mikel Arteta, stjóra Arsenal, á hliðarlínunni en hann hefur átt erfitt með að stýra tilfinningum sínum. Í 3-2 sigurleiknum gegn Manchester United í gær fékk hann gula spjaldið.

Sparkspekingurinn Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, segist hinsvegar ekkert hafa út á hegðun Arteta að setja. Á hinn bóginn hrósar hann Arteta fyrir að sýna ástríðu í boðvangnum.

„Ég myndi ekki hafa áhyggjur af gulum spjöldum, þegar þau verða orðin rauð má hafa áhyggjur. Ég held að Arsenal finnist þetta í fínu lagi, hann er augljóslega ástríðufullur og maður er ekki í þessu starfi til að vera vinur allra," segir Keane.

„Hann er í þessu starfi til að vinna fótboltaleiki fyrir Arsenal, hann er að gera það. Hann mætti kannski róa sig aðeins niður á tímum en hann er að sýna tilfinningar og ástríðu því hann þráir að sigra."

Keane telur annars að Arsenal eigi mjög góða möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina.

„Þeir virðast hafa það sem þarf. Þeir höndla pressu og eru á frábærum stað. Þeir eru óvægir og vita hvað þarf að gera inni á vellinum," segir Keane.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner