Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 12:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ibrahima Konate syrgir föður sinn
Mynd: EPA
Ibrahima Konate var ekki með Liverpool gegn Marseille í Meistaradeildinni í vikunni. Persónulegar ástæður voru svörin sem Liverpool gaf fyrir leikinn.

Franski miðvörðurinn hefur nú sjálfur sagt frá því að faðir hans, Hamady Konate, hafi kvatt þennan heim á dögunum. Hann verður jarðsettur í dag.

„Við tilheyrum Allah og til hans munum við aftur snúa,“ skrifaði Konaté á arabísku við Instagram færsluna.

Joe Gomez leysti Konate af gegn Marseille og Liverpool vann nokkuð sannfærandi 0-3 útisigur.

„Ég talaði við hann nokkrum sinnum og ég held að þau persónulegu samtöl eigi að vera á milli okkar. Það er augljóst að leikmaðurinn þarf tíma til að vera til staðar fyrir fjölskyldu sína og líka fyrir sig sjálfan," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, um Konate á fréttamannafundi í dag. Það þykir ólíklegt að Konate spili með Liverpool gegn Bournemouth á morgun.

Athugasemdir
banner
banner
banner