Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 13:09
Kári Snorrason
KR kveður Jón Arnar - Semur við ÍR (Staðfest)
Jón Arnar Sigurðsson
Jón Arnar Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafsentinn ungi Jón Arnar Sigurðsson er genginn til liðs við ÍR frá uppeldisfélagi sínu KR og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðhyltinga.

Jón er fæddur árið 2007 og leikur jafnan sem hafsent, en getur einnig leyst fleiri stöður í varnarlínunni.

Á síðasta tímabili var Jón á láni hjá Leikni úr Reykjavík áður en hann var kallaður til baka en kom þó ekki við sögu hjá KR. Sumarið 2024 lék hann hins vegar fimmtán leiki fyrir KR í Bestu deildinni.

Hann skrifaði sig í sögubækur KR sumarið 2022 þegar hann kom inn á aðeins fimmtán ára gamall og varð þá yngsti leikmaður félagsins frá upphafi. Metið hefur síðar verið slegið og er það nú í eigu Sigurðar Breka Kársonar.

Jón hefur jafnframt leikið yfir 21 landsleik fyrir yngri landslið Íslands, þar af þrjá fyrir U19.


Athugasemdir
banner
banner