Trinity Rodman, leikmaður Washington Spirit, er orðin launahæsti leikmaður heims í kvennaflokki en hún hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið og fær rúmlega tvær milljónir dollara í árslaun.
Rodman er 23 ára gömul og er ein skærasta stjarna Bandaríkjamanna.
Hún náði samkomulagi við Washington um nýjan fjögurra ára samning og eina milljón dollara í árslaun fyrir áramót en Jessica Berman, framkvæmdastjóri bandarísku NWSL deildarinnar, hafnaði samningnum út af launaþaki deildarinnar.
Í kjölfarið lagði leikmannasamtök NWSL fram formlega kvörtun þann 3. desember og hélt því fram að neitunarvaldið væri „gróft brot“ á rétti Rodmans til að vera frjáls leikmaður samkvæmt kjarasamningnum.
Í kjölfar umræðunnar samþykkti stjórn deildarinnar að innleiða nýtt fjárhagslegt kerfi. Það leyfir félögum að eyða allt að einni milljón dollara umfram launaþakið í stjörnuleikmenn sem uppfylla ákveðin skilyrði.
Rodman er framherji en hún hefur spilað allan sinn feril með Washington eða frá árinu 2021 þegar hún var valin númer tvö í nýliðavalinu. Hún var þá 18 ára og er sú yngsta til að vera valin. Hún er dóttir Dennis Rodman, sem spilaði meðal annars með Chicago Bulls í NBA körfuboltadeildinni á gullaldarárum liðsins með Michael Jordan í broddi fylkingar.
Breaking: Trinity Rodman has signed a new three-year contract with the Washington Spirit.
— ESPN (@espn) January 22, 2026
Rodman's new multi-million dollar deal makes her the highest paid women's soccer player in the world, according to her agent. pic.twitter.com/C35PLepAyN
Athugasemdir




