Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 23. janúar 2026 16:49
Kári Snorrason
West Ham hafnar tilboði í Paqueta
Paqueta hefur óskað eftir því að yfirgefa Lundúnarliðið.
Paqueta hefur óskað eftir því að yfirgefa Lundúnarliðið.
Mynd: EPA
West Ham hefur hafnað tilboði frá Flamengo í brasilíska miðjumanninn Lucas Paqueta. The Athletic greinir frá að tilboðið hafi numið rúmlega 33 milljónum punda sem hefði getað hækkað um þrjár milljónir punda eftir ákvæðum.

Paqueta hefur sjálfur óskað eftir því að yfirgefa West Ham og hefur lýst vilja sínum til að snúa aftur til heimalandsins.

Hann hefur verið lykilmaður hjá Hömrunum undanfarin ár og var var um tíma orðaður við stórfélög á borð við Manchester City.

Tengsl hans við veðmálaskandal virðast hafa fælt áhugasöm félög frá og sett strik í reikninginn varðandi möguleg vistaskipti.

Leikmaðurinn eitt og hálft ár eftir af samningi hjá West Ham og er talið að félagið sé reiðubúið að láta leikmanninn fara gegn því að hann leiki á láni með Lundúnarliðinu út tímabilið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner