Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 17:59
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja halda Paquetá á láni út tímabilið
Mynd: EPA
Fallbaráttulið West Ham United er tilbúið til að samþykkja kauptilboð frá brasilíska stórveldinu Flamengo í Lucas Paquetá ef miðjumaðurinn klárar tímabilið með Hömrunum. Sky Sports og BBC greina frá.

Paquetá er 28 ára gamall og þráir að komast aftur heim til Brasilíu þrátt fyrir að hafa verið einn af bestu leikmönnum West Ham á undanförnum árum.

Paquetá hefur meðal annars verið eftirsóttur af Manchester City í síðustu félagaskiptagluggum en samkomulag náðist aldrei um kaupverð. Núna á leikmaðurinn eitt og hálft ár eftir af samningi hjá West Ham og er talið að félagið sé reiðubúið til að selja hann fyrir um 30 til 40 milljónir punda, svo lengi sem hann fær að klára tímabilið á London Stadium.

Paquetá er búinn að biðja West Ham um að fá félagaskipti til Flamengo og eru aðilar að vinna að samkomulagi sem gengur upp fyrir alla.

   15.01.2026 09:00
West Ham tilbúið að selja Paqueta

Athugasemdir
banner