Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeild kvenna: Eingöngu útisigrar í umspilsleikjunum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru margir leikir fram í Þjóðadeild kvenna í kvöld, þar sem átján þjóðir mættust í mikilvægum leikjum.

Flestar þjóðir voru að spila umspilsleiki til að koma sér upp um deild, eða til að reyna að forðast fall, og voru það útivallarliðin sem báru sigur úr býtum í öllum umspilsleikjunum - að undanskildu jafntefli Íslands á útivelli gegn Serbíu.

Útiliðin eiga það öll sameiginlegt að vera þjóðir sem enduðu í þriðja sæti sinna deilda og eru að spila um að falla ekki niður um deild.

Heimaliðin eru hins vegar þjóðir sem enduðu í öðru sæti sinna deilda og eru að reyna að komast upp um deild.

A-deildarþjóðirnar Svíþjóð, Belgía og Noregur unnu þægilega sigra í kvöld á meðan Ísland lenti í basli í Serbíu.

Svíar rúlluðu yfir Bosníu og Belgar fóru létt með Ungverja, á meðan Noregur vann í Króatíu.

Sömu sögu er að segja um B-deildarþjóðirnar Norður-Írland, Slóvakíu og Úkraínu sem unnu þægilega útivallarsigra og héldu hreinu í leiðinni.

Seinni leikirnir eru allir eftir en heimaþjóðirnar eru allar í vænlegri stöðu. Ísland er verst statt en nægir sigur gegn Serbum til að halda sæti sínu í A-deildinni.

Serbía 1 - 1 Ísland

Bosnía 0 - 5 Svíþjóð

Ungverjaland 1 - 5 Belgía

Króatía 0 - 3 Noregur

Svartfjallaland 0 - 2 N-Írland

Búlgaría 0 - 4 Úkraína

Lettland 0 - 3 Slóvakía

Athugasemdir
banner
banner