Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. mars 2023 21:49
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Höfuðlaus her
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland var sem höfuðlaus her í Bosníu í kvöld og tapaði afskaplega verðskuldað 3-0 fyrir heimamönnum. Það er erfitt að finna nokkurn jákvæðan punkt eftir þennan leik.

Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net eftir þetta afhroð.

Rúnar Alex Rúnarsson 5
Hélt okkur á lífi í byrjun leiks og ekki er hægt að skrifa fyrstu tvö mörkin að nokkru leyti á hann. En þriðja markið kom ekki úr góðu skoti og þar má gera meiri kröfu á hann.

Guðlaugur Victor Pálsson 3
Var að reyna að stjórna og öskra menn áfram. Allt gekk á afturfótunum í varnarleiknum en spurning hvort Guðlaugur Victor hefði ekki nýst betur miðsvæðis á vellinum?

Daníel Leó Grétarsson 2
Varnarleikurinn var algjörlega úti á túni og miðverðirnir voru alls ekki að ná saman. Það stóð ekki steinn yfir steini í öftustu línu og Daníel var í vandræðum frá upphafsflauti.

Hörður Björgvin Magnússon 3
Reyndasti landsliðsmaður okkar í vörninni náði ekki að stíga upp í þessum leik.

Davíð Kristján Ólafsson 2
Mun fá martraðir tengdar Amar Dedic í nótt. Besti leikmaður Bosníu lék Davíð og varnarmenn Íslands ansi grátt.

Arnór Ingvi Traustason 3
Óhætt að segja að uppstilling Arnars hafi verið tilraun sem gekk engan veginn upp og Arnór átti í miklum vandræðum.

Jóhann Berg Guðmundsson 4
Okkur gekk illa að koma einum okkar besta leikmanni inn í þennan leik. Átti öfluga marktilraun í seinni hálfleik en heimamenn voru þegar komnir þremur mörkum yfir.

Hákon Arnar Haraldsson 2
Alls ekki dagurinn hans Hákons sem sást lítið og missti svo jafnvægið þegar markvörður Bosníu reyndi að gefa okkur mark á silfurfati. Það tókst hreinlega ekkert.

Arnór Sigurðsson 5
Arnór var mögulega skásti útileikmaðurinn í fyrri hálfleik. Lagði upp gott færi og átti beinskeytt hlaup. Spes að hann hafi verið fyrsti maður útaf.

Jón Dagur Þorsteinsson 3
Lítið kom út úr því sem Jón Dagur gerði og menn voru ekki að tengja. Kraftlítil frammistaða.

Alfreð Finnbogason 3
Í erfiðri stöðu sem fremsti maður þegar liðið spilar svona illa. Lítið sem ekkert kom úr framherjanum öfluga.

Inn af bekknum:
Mikael Anderson 5
Mikael Egill Ellertsson 5

Spiluðu of lítið til að fá einkunn:
Andri Lucas Guðjohnsen
Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner