Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   mið 23. apríl 2025 19:44
Ívan Guðjón Baldursson
Gyökeres berst við Salah og Lewandowski
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Viktor Gyökeres hefur verið óstöðvandi á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður Evrópu en er þó í öðru sæti í kapphlaupinu um titilinn markakóngur Evrópu, eftir Mohamed Salah.

Gyökeres er búinn að skora fleiri mörk heldur en Salah, en mörkin hans Salah telja meira því hann spilar í erfiðari deild.

Gyökeres er kominn með 34 mörk í 29 deildarleikjum á tímabilinu, á meðan Salah er búinn að skora 27 mörk í 33 leikjum.

Salah leiðir kapphlaupið sem stendur og gæti Gyökeres þurft að skora tvö mörk á leik til að taka framúr honum, ef Salah skorar tvö eða þrjú mörk í síðustu fimm deildarleikjum Liverpool.

Gyökeres á eftir að spila einum leik minna heldur en Salah þar sem færri lið leika í portúgölsku deildinni heldur en þeirri ensku.

Robert Lewandowski er einnig með í baráttunni með 25 mörk skoruð í 31 leik, en hann er að glíma við meiðsli um þessar mundir.

Harry Kane, Mateo Retegui og Kylian Mbappé eru í næstu sætum fyrir neðan í kapphlaupinu um evrópska gullskóinn.

Topp 10:
1. Mohamed Salah - 54 stig
2. Viktor Gyökeres - 51 stig
3. Robert Lewandowski - 50 stig
4. Harry Kane - 48 stig
5. Mateo Retegui - 46 stig
6. Kylian Mbappe - 44 stig
7. Ousmane Dembele - 42 stig
8. Erling Haaland - 42 stig
9. Omar Marmoush - 42 stig
10. Alexander Isak - 42 stig
Athugasemdir
banner
banner