Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
   þri 23. júlí 2019 10:06
Fótbolti.net
Lið 13. umferðar - Þrír HK-ingar
Kolbeinn Finnsson var maður leiksins þegar Fylkir sigraði ÍBV.
Kolbeinn Finnsson var maður leiksins þegar Fylkir sigraði ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson átti góðan leik gegn ÍA.
Almarr Ormarsson átti góðan leik gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Birkir Már Sævarsson er í liði umferðarinnar.
Birkir Már Sævarsson er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fjarlægðist fallbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 2-0 sigri á FH í gær. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Hörður Árnason og Valgeir Valgeirsson eru allir í liði umferðarinnar eftir góða frammistöðu með HK í þeim leik og Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari umferðarinnar.

KR og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Vesturbæ þar sem Hilmar Árni Halldórsson jafnaði í viðbótartíma. Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson var bestur hjá heimamönnum.

Kolbeinn Finnsson var maður leiksins og Ari Leifsson átti góðan dag í vörninni þegar Fylkir sigraði ÍBV örugglega 3-0 í Árbænum.

Vladan Djogatovic hélt enn einu sinni hreinu í marki Grindavíkur í markalausu jafntefli gegn Breiðabliki og Almarr Ormarsson skoraði jöfnunarmark KA í 1-1 jafntefli gegn ÍA á heimaevelli.

Birkir Már Sævarsson lagði upp tvö mörk fyrir Val í 2-2 jafntefli gegn Víkingi R. á útivelli en þar skoraði Guðmundur Andri Tryggvason fyrra mark heimamanna.

Sjá einnig:
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner