Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 23. ágúst 2021 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Þeir skilja ekki upp né niður en hann dæmdi þetta bara
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ekki sáttur með frammistöðu liðsins í síðari hálfleiknum í 0-0 jafnteflinu gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 HK

Leikurinn bauð ekki upp á mikið af dauðafærum. Leiknismenn áttu fínasta fyrri hálfleik en náðu ekki að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í þeim síðari.

„Mér fannst við alveg við það við að vera mjög góðir í fyrri hálfleik og fannst við sterkari aðilinn og með þetta í höndunum. Með meðvindinn í seinni hálfleik, beið eftir því að gera þetta enn betur, en við þurftum að gera haug af skiptingum. Breyttum kerfinu og það gekk nákvæmlega ekki neitt upp og við vorum hræðilegir frá A-Ö í síðari hálfleik," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

Vindurinn var erfiður á Domusnova-vellinum en Sigurður vill þó ekki kenna veðrinu um.

„Mér fannst þetta skrítinn vindur. Ég vil ekki kenna veðrinu um en það gustaði um allt og hann var leiðinlegur."

Leiknismenn skoruðu á 21. mínútu er Bjarki Aðalsteinsson skallaði boltann í netið. Sólon Breki Leifsson var dæmdur rangstæður þar sem hann var að blokka markvörðinn.

„Ég held að Sólon hafi átt að vera að blokka markmanninn eftir að skallinn kemur þá er hann rangstæður að blokka markmanninn. Þeir skilja ekki upp né niður en hann dæmdi þetta bara og áfram með það."

Sigurður er ánægður með stigið og tekur öllum stigum fagnandi en hann kallar þó eftir betri frammistöðu.

„Þetta gerir fínt fyrir okkur. Við tökum öllum stigum fegins hendi en við þurfum betri heildarframmistöðu en við sýndum í dag."

„Nei, ekki séns. Við ætluðum að vinna þennan leik sama hvað en úr því sem komið var þá er 0-0 bara fín úrslit,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner