Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 23. ágúst 2021 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Þeir skilja ekki upp né niður en hann dæmdi þetta bara
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ekki sáttur með frammistöðu liðsins í síðari hálfleiknum í 0-0 jafnteflinu gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 HK

Leikurinn bauð ekki upp á mikið af dauðafærum. Leiknismenn áttu fínasta fyrri hálfleik en náðu ekki að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í þeim síðari.

„Mér fannst við alveg við það við að vera mjög góðir í fyrri hálfleik og fannst við sterkari aðilinn og með þetta í höndunum. Með meðvindinn í seinni hálfleik, beið eftir því að gera þetta enn betur, en við þurftum að gera haug af skiptingum. Breyttum kerfinu og það gekk nákvæmlega ekki neitt upp og við vorum hræðilegir frá A-Ö í síðari hálfleik," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

Vindurinn var erfiður á Domusnova-vellinum en Sigurður vill þó ekki kenna veðrinu um.

„Mér fannst þetta skrítinn vindur. Ég vil ekki kenna veðrinu um en það gustaði um allt og hann var leiðinlegur."

Leiknismenn skoruðu á 21. mínútu er Bjarki Aðalsteinsson skallaði boltann í netið. Sólon Breki Leifsson var dæmdur rangstæður þar sem hann var að blokka markvörðinn.

„Ég held að Sólon hafi átt að vera að blokka markmanninn eftir að skallinn kemur þá er hann rangstæður að blokka markmanninn. Þeir skilja ekki upp né niður en hann dæmdi þetta bara og áfram með það."

Sigurður er ánægður með stigið og tekur öllum stigum fagnandi en hann kallar þó eftir betri frammistöðu.

„Þetta gerir fínt fyrir okkur. Við tökum öllum stigum fegins hendi en við þurfum betri heildarframmistöðu en við sýndum í dag."

„Nei, ekki séns. Við ætluðum að vinna þennan leik sama hvað en úr því sem komið var þá er 0-0 bara fín úrslit,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner