Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mán 23. ágúst 2021 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Þeir skilja ekki upp né niður en hann dæmdi þetta bara
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ekki sáttur með frammistöðu liðsins í síðari hálfleiknum í 0-0 jafnteflinu gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 HK

Leikurinn bauð ekki upp á mikið af dauðafærum. Leiknismenn áttu fínasta fyrri hálfleik en náðu ekki að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í þeim síðari.

„Mér fannst við alveg við það við að vera mjög góðir í fyrri hálfleik og fannst við sterkari aðilinn og með þetta í höndunum. Með meðvindinn í seinni hálfleik, beið eftir því að gera þetta enn betur, en við þurftum að gera haug af skiptingum. Breyttum kerfinu og það gekk nákvæmlega ekki neitt upp og við vorum hræðilegir frá A-Ö í síðari hálfleik," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

Vindurinn var erfiður á Domusnova-vellinum en Sigurður vill þó ekki kenna veðrinu um.

„Mér fannst þetta skrítinn vindur. Ég vil ekki kenna veðrinu um en það gustaði um allt og hann var leiðinlegur."

Leiknismenn skoruðu á 21. mínútu er Bjarki Aðalsteinsson skallaði boltann í netið. Sólon Breki Leifsson var dæmdur rangstæður þar sem hann var að blokka markvörðinn.

„Ég held að Sólon hafi átt að vera að blokka markmanninn eftir að skallinn kemur þá er hann rangstæður að blokka markmanninn. Þeir skilja ekki upp né niður en hann dæmdi þetta bara og áfram með það."

Sigurður er ánægður með stigið og tekur öllum stigum fagnandi en hann kallar þó eftir betri frammistöðu.

„Þetta gerir fínt fyrir okkur. Við tökum öllum stigum fegins hendi en við þurfum betri heildarframmistöðu en við sýndum í dag."

„Nei, ekki séns. Við ætluðum að vinna þennan leik sama hvað en úr því sem komið var þá er 0-0 bara fín úrslit,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner