Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 23. september 2020 23:25
Birna Rún Erlendsdóttir
Magnús Örn: Við fengum það út úr leiknum sem við lögðum í hann
Augnablik vann Gróttu 5-1 í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Kvenaboltinn
Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu.
Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara miður mín, það eru svona tilfinningar sem koma fyrst upp í hugann svona fljótlega eftir leik.“ sagði Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu, eftir 5-1 tap á móti Augnablik í Lengjudeild kvenna í kvöld. 

Lestu um leikinn: Augnablik 5 -  1 Grótta

Gróttu liðið var 1-0 yfir þegar gengið var til hálfleiks en þegar flautað var til leiksloka var staðan 5-1 fyrir Augnablik. 

„Við fengum það út úr leiknum sem við lögðum í hann. Jú, fyrri hálfleikur var augljóslega talsvert betri en þá var Augnabliks liðið líka langt frá sínu besta. Þær eru ofboðslega vel spilandi og fljótar fram og það er eitthvað sem við vissum.“

„Við ætluðum aðallega bara reyna að spila miklu betri fótbolta og vera miklu ákveðnari varnarlega, það er að vera ekki alltaf bara í eitthverjum reddingum, heldur að vinna hlutina svolítið fyrirfram og vera meira á þeirra helming.“


Í síðustu fimm leikjum sem Grótta hefur spilað hefur liðið tapað fjórum leikjum og gert eitt jafntefli. Magnús Örn segir þetta áhyggjuefni þjálfara. 

„Já, þetta er tvennt í þessu, keppnisíþróttir í meistaraflokki snúast um að miklu leyti að vinna og tapa en svo ertu líka að horfa á aðra hluti. Við erum með tiltölulega ungt lið og hvernig er það að þróast og hvernig eru framfarirnar og annað. Það er andlega leiðinlegt og erfitt að ná í svona ótrúlega fá stig. Frammistaðan er búin að vera svona kanski sveiflukennt.“

Næsti leikur hjá Gróttu er á móti Völsung á Laugardaginn og segir Magnús að liðið sitt þarf að mæta mun sterkari andlega inn í þann leik. 

„Það er bara mjög einfalt. Við þurfum sem heild að mæta miklu sterkari andlega inn í þann leik. Þurfum að leggja okkur meira fram og ákveðnari.“ 


Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan. 
Athugasemdir
banner
banner