Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 23. september 2020 23:25
Birna Rún Erlendsdóttir
Magnús Örn: Við fengum það út úr leiknum sem við lögðum í hann
Augnablik vann Gróttu 5-1 í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Kvenaboltinn
Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu.
Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara miður mín, það eru svona tilfinningar sem koma fyrst upp í hugann svona fljótlega eftir leik.“ sagði Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu, eftir 5-1 tap á móti Augnablik í Lengjudeild kvenna í kvöld. 

Lestu um leikinn: Augnablik 5 -  1 Grótta

Gróttu liðið var 1-0 yfir þegar gengið var til hálfleiks en þegar flautað var til leiksloka var staðan 5-1 fyrir Augnablik. 

„Við fengum það út úr leiknum sem við lögðum í hann. Jú, fyrri hálfleikur var augljóslega talsvert betri en þá var Augnabliks liðið líka langt frá sínu besta. Þær eru ofboðslega vel spilandi og fljótar fram og það er eitthvað sem við vissum.“

„Við ætluðum aðallega bara reyna að spila miklu betri fótbolta og vera miklu ákveðnari varnarlega, það er að vera ekki alltaf bara í eitthverjum reddingum, heldur að vinna hlutina svolítið fyrirfram og vera meira á þeirra helming.“


Í síðustu fimm leikjum sem Grótta hefur spilað hefur liðið tapað fjórum leikjum og gert eitt jafntefli. Magnús Örn segir þetta áhyggjuefni þjálfara. 

„Já, þetta er tvennt í þessu, keppnisíþróttir í meistaraflokki snúast um að miklu leyti að vinna og tapa en svo ertu líka að horfa á aðra hluti. Við erum með tiltölulega ungt lið og hvernig er það að þróast og hvernig eru framfarirnar og annað. Það er andlega leiðinlegt og erfitt að ná í svona ótrúlega fá stig. Frammistaðan er búin að vera svona kanski sveiflukennt.“

Næsti leikur hjá Gróttu er á móti Völsung á Laugardaginn og segir Magnús að liðið sitt þarf að mæta mun sterkari andlega inn í þann leik. 

„Það er bara mjög einfalt. Við þurfum sem heild að mæta miklu sterkari andlega inn í þann leik. Þurfum að leggja okkur meira fram og ákveðnari.“ 


Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan. 
Athugasemdir
banner
banner