Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 23. september 2020 23:25
Birna Rún Erlendsdóttir
Magnús Örn: Við fengum það út úr leiknum sem við lögðum í hann
Augnablik vann Gróttu 5-1 í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Kvenaboltinn
Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu.
Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara miður mín, það eru svona tilfinningar sem koma fyrst upp í hugann svona fljótlega eftir leik.“ sagði Magnús Örn Helgasson, þjálfari Gróttu, eftir 5-1 tap á móti Augnablik í Lengjudeild kvenna í kvöld. 

Lestu um leikinn: Augnablik 5 -  1 Grótta

Gróttu liðið var 1-0 yfir þegar gengið var til hálfleiks en þegar flautað var til leiksloka var staðan 5-1 fyrir Augnablik. 

„Við fengum það út úr leiknum sem við lögðum í hann. Jú, fyrri hálfleikur var augljóslega talsvert betri en þá var Augnabliks liðið líka langt frá sínu besta. Þær eru ofboðslega vel spilandi og fljótar fram og það er eitthvað sem við vissum.“

„Við ætluðum aðallega bara reyna að spila miklu betri fótbolta og vera miklu ákveðnari varnarlega, það er að vera ekki alltaf bara í eitthverjum reddingum, heldur að vinna hlutina svolítið fyrirfram og vera meira á þeirra helming.“


Í síðustu fimm leikjum sem Grótta hefur spilað hefur liðið tapað fjórum leikjum og gert eitt jafntefli. Magnús Örn segir þetta áhyggjuefni þjálfara. 

„Já, þetta er tvennt í þessu, keppnisíþróttir í meistaraflokki snúast um að miklu leyti að vinna og tapa en svo ertu líka að horfa á aðra hluti. Við erum með tiltölulega ungt lið og hvernig er það að þróast og hvernig eru framfarirnar og annað. Það er andlega leiðinlegt og erfitt að ná í svona ótrúlega fá stig. Frammistaðan er búin að vera svona kanski sveiflukennt.“

Næsti leikur hjá Gróttu er á móti Völsung á Laugardaginn og segir Magnús að liðið sitt þarf að mæta mun sterkari andlega inn í þann leik. 

„Það er bara mjög einfalt. Við þurfum sem heild að mæta miklu sterkari andlega inn í þann leik. Þurfum að leggja okkur meira fram og ákveðnari.“ 


Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan. 
Athugasemdir
banner
banner