De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 23. september 2023 14:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Haaland algjörlega óstöðvandi
Mynd: Getty Images

Manchester City er óstöðvandi en liðið hefur náð forystunni gegn Nottingham Forest snemma leiks.


Phil Foden skoraði markið eftir aðeins sjö mínútna leik.

Rodri átti frábæra sendingu á Kyle Walker sem lagði boltann snyrtilega út í teiginn þar sem Phil Foden mætti af miklum krafti og skoraði með föstu skoti.

Sjö mínútum síðar náði City tveggja marka forystu þegar markahrókurinn Erling Haaland skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Matheus Nunes sem er að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni fyrir liðið.

Haaland skoraði ekki gegn Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í vikunni en þetta er áttunda mark hans í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Markið hjá Foden
Markið hjá Haaland


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner