Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 23. nóvember 2022 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Batshuayi: Ástin vinnur alltaf
Michy Batshuayi
Michy Batshuayi
Mynd: EPA
Belgíski framherjinn Michy Batshuayi skoraði eina mark Belgíu í 1-0 sigrinum á Kanada á HM í Katar í kvöld en hann vildi deila mikilvægum skilaboðum eftir leikinn.

Alþjóðafótboltasambandið, FIFA, hefur gefið það út að ef leikmenn ákveða það að klæðast fyrirliðaböndum í regnbogalitum í leikjum þá eiga þeir hættu á að því að fá gula spjaldið.

Því ákváðu allar þjóðir að spila ekki með böndin enda mikil hætta á að missa leikmenn í bann.

FIFA hefur nú gengið skrefinu lengra og var óskað eftir því að Belgía myndi fjarlægja Love (e. ást) merki úr kraga treyjunnar. Þau litlu skilaboð þóttu ekki við hæfi en Batshuayi svaraði því á skemmtilegan hátt á Twitter í kvöld.

Hann deildi færslu ESPN á Twitter sem greinir frá þessari kröfu FIFA og bætti svo við textann.

„Ekkert mál. Ástin vinnur alltaf,“ skrifaði Batshuayi.


Athugasemdir
banner
banner