Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 15:12
Elvar Geir Magnússon
Ellert B. Schram er látinn
Ellert B. Schram.
Ellert B. Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellert B. Schram er látinn, 85 ára að aldri. Ellert er fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og var formaður KSÍ.

Hann starfaði lengi við blaðamennsku og sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.

Fjallað er um störf og feril Ellerts hjá RÚV.

Þar kemur fram að Ellert skoraði 119 mörk fyrir KR í 273 leikjum á árunum 1957-1971. Á því tímabili varð Ellert Íslandsmeistari í fótbolta með KR fimm sinnum og bikarmeistari sjö sinnum. Hann var markahæsti leikmaður liðsins frá stofnun, allt til ársins 2019. Á ferli sínum lék Ellert 23 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 6 mörk.

Íþróttahreyfingin naut starfskrafta Ellerts um langt árabil. Hann var til að mynda formaður Knattspyrnusambands Íslands 1973-1989 og sat í framkvæmdanefnd Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, 1982-1986 og aftur 1990-1994. Þá var hann forseti Íþróttasambands Íslands 1990-2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner