Fram kemur í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ sem fram fór fyrrí þessum mánuði að Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri hafi farið yfir stöðu framkvæmda á Laugardalsvelli og næstu skref.
27.12.2024 11:22
Hitalagnir komnar undir Laugardalsvöll - Flöturinn færður 8 metrum nær aðalstúkunni
Framkvæmdirnar séu á áætlun og vonir standa til þess að leikflöturinn verði tilbúinn fyrir leik kvennalandsliðsins við Frakkland sem fram fer í júní.
Kvennalandsliðið spilar fyrstu heimaleiki sína í Þjóðadeildinni, gegn Noregi og Sviss, á Kópavogsvelli. Þann 3. júní kemur Frakkland í heimsókn.
Verið er að skipta um vallarflöt og leggja hybrid gras á Laugardalsvöll. Vallarflöturinn færist nær aðalstúkunni, alls um 8 metra.
Í fundargerðinni kemur einnig fram að Þorvaldur og Ingi Sigurðsson varaformaður hafi rakið fréttir af vettvangi Þjóðarleikvangs ehf., breyttum áherslum í starfi félagsins, næstu verkefnum og framhaldi. Stjórnarmenn ræddu framtíð Þjóðarleikvangs ehf. almennt, stöðu KSÍ og vægi innan félagsins, og samskipti við aðra hagaðila, m.a. ríki og borg.
It’s been a busy time for winter projects at OBI Sports, including a quality control assessment at Laugardalsvöllur, Iceland’s national stadium.
— OBI Sports (@OBISports1) January 24, 2025
With the challenging winter weather, regular checks have helped ensure the project progresses at the highest quality. pic.twitter.com/vsVZ3phBuc
Athugasemdir