Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Vonast til að leikið verði á Laugardalsvelli í júní
Mynd: Instagram/laugardalsvollur
Fram kemur í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ sem fram fór fyrrí þessum mánuði að Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri hafi farið yfir stöðu framkvæmda á Laugardalsvelli og næstu skref.

Framkvæmdirnar séu á áætlun og vonir standa til þess að leikflöturinn verði tilbúinn fyrir leik kvennalandsliðsins við Frakkland sem fram fer í júní.

Kvennalandsliðið spilar fyrstu heimaleiki sína í Þjóðadeildinni, gegn Noregi og Sviss, á Kópavogsvelli. Þann 3. júní kemur Frakkland í heimsókn.

Verið er að skipta um vallarflöt og leggja hybrid gras á Laugardalsvöll. Vallarflöturinn færist nær aðalstúkunni, alls um 8 metra.

Í fundargerðinni kemur einnig fram að Þorvaldur og Ingi Sigurðsson varaformaður hafi rakið fréttir af vettvangi Þjóðarleikvangs ehf., breyttum áherslum í starfi félagsins, næstu verkefnum og framhaldi. Stjórnarmenn ræddu framtíð Þjóðarleikvangs ehf. almennt, stöðu KSÍ og vægi innan félagsins, og samskipti við aðra hagaðila, m.a. ríki og borg.


Athugasemdir
banner
banner
banner