Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mið 24. mars 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Tindastóll fær landsliðskonu frá Jamaíka (Staðfest)
Dominique Bond-Flasza,
Dominique Bond-Flasza,
Mynd: Getty Images
Dominique Bond-Flasza, landsliðskona frá Jamaíka, hefur gengið til liðs við nýliða Tindastóls í Pepsi Max-deild kvenna.

Dominique er hægri bakvörður en hún á sautján landsleiki að baki á ferlinum.

Þessi 24 ára gamli leikmaður kemur til Tindastól frá Medyk Konin í Póllandi.

Frá 2018 til 2020 spilaði Dominque með PSV Eindhoven í Hollandi en liðsfélagar hennar þar voru meðal annars íslensku landsliðskonurnar Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.

Tindastóll vann Lengjudeildina í fyrra og spilar í Pepsi Max-deildinni í fyrsta skipti í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner