Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
   mán 24. mars 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Szoboszlai og Guler halda áfram að skjóta föstum skotum
Mynd: EPA
Dominik Szoboszlai, landsliðsmaður Ungverjalands og leikmaður Liverpool, og Arda Guler, landsliðsmaður Tyrklands og leikmaður Real Madrid, halda áfram að rífast á samfélagsmiðlum.

Szoboszlai skaut á Guler í gær eftir að Tyrkland vann Ungverjaland 3-0 (samanlagt 6-1) í Þjóðadeildinni.

Guler 'sussaði' á Szobozlai í fagnaðarlátum í leiknum og sá ungverski sá mynd af því og skrifaði athugasemd við myndina: '1088' skrifaði Szobozlai en það er mínútufjöldi Guler með Real Madrid á tímabilinu.

„Þessi gæi er brandari. Eru sex mörk ekki nóg til að láta þig þegja?" skrifaði Guler á samfélagsmiðlum í kjölfarið.

Þessu lýkur ekki þarna því Guler setti inn mynd af úrslitunum á Instagram og skrifaði þar 'Ein Instagram athugasemd frá Szobozlai.'

Szoboszlai skrifaði þá: 'Það er einu meira en byrjunarliðsleikirnir hans í deildinni.'


Athugasemdir
banner
banner