Arda Guler, leikmaður Real Madrid, hefur svarað Dominik Szoboszlai, leikmanni Liverpool, eftir að Szoboszlai skaut á hann.
Szoboszlai ákvað að skjóta aðeins á Guler eftir leik Ungverjalands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í gær.
Szoboszlai ákvað að skjóta aðeins á Guler eftir leik Ungverjalands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í gær.
Tyrkland vann leikinn 3-0 og einvígið samanlagt 6-1, en Guler fagnaði marki í leiknum með því að sussa á Szoboszlai.
Szoboszlai sá mynd af þessu atviki á samfélagsmiðlinum Instagram og ákvað þar að skjóta á Guler. Hann skrifaði einfaldlega: „1088."
Það er mínútufjöldinn sem Guler hefur spilað á þessu tímabili með Real Madrid þar sem hann hefur verið í algjöru aukahlutverki. Guler hefur núna svarað Ungverjanum.
„Þessi gæi er brandari. Eru sex mörk ekki nóg til að láta þig þegja?" skrifaði Guler á samfélagsmiðlum.
Þeir tveir virðast svo sannarlega ekki vera miklir félagar.
Athugasemdir