„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik. Aðstæður hafa ekki hjálpað leikmönnum, ég óska engum að fara út á þennan völl og spila í þessum vind," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram eftir tap gegn ÍBV við erfiðar aðstæður í Eyjum í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 1 Fram
Rúnar vildi ekki kenna aðstæðum um tapið í dag.
„Það er alveg vindur í Reykjavík líka. Þeir eru búnir að spila einn leik hérna áður og þeir þorðu að færa boltann aðeins meira. Við vorum hræddir við það því við vildum ekki gera mistök með boltann. Það sem er verst er að þeir komast yfir og svo 2-0. Það er miklu auðveldara að verjast heldur en að sækja mark í þessum aðstæðum," sagði Rúnar.
Rúnar horfir fram á veginn og er bjartsýnn fyrir næsta leik gegn Aftureldingu á heimavelli.
„VIð erum búnir að gera fína hluti og getum spilað ágætis fótbolta. VIð gerðum það ekki í dag en vonandi getum við sýnt það á mánudaginn í næsta leik og haldið áfram að vaxa sem lið," sagði Rúnar.
Athugasemdir