29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 24. apríl 2025 19:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik. Aðstæður hafa ekki hjálpað leikmönnum, ég óska engum að fara út á þennan völl og spila í þessum vind," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram eftir tap gegn ÍBV við erfiðar aðstæður í Eyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  1 Fram

Rúnar vildi ekki kenna aðstæðum um tapið í dag.

„Það er alveg vindur í Reykjavík líka. Þeir eru búnir að spila einn leik hérna áður og þeir þorðu að færa boltann aðeins meira. Við vorum hræddir við það því við vildum ekki gera mistök með boltann. Það sem er verst er að þeir komast yfir og svo 2-0. Það er miklu auðveldara að verjast heldur en að sækja mark í þessum aðstæðum," sagði Rúnar.

Rúnar horfir fram á veginn og er bjartsýnn fyrir næsta leik gegn Aftureldingu á heimavelli.

„VIð erum búnir að gera fína hluti og getum spilað ágætis fótbolta. VIð gerðum það ekki í dag en vonandi getum við sýnt það á mánudaginn í næsta leik og haldið áfram að vaxa sem lið," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner