Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   fim 24. apríl 2025 19:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik. Aðstæður hafa ekki hjálpað leikmönnum, ég óska engum að fara út á þennan völl og spila í þessum vind," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram eftir tap gegn ÍBV við erfiðar aðstæður í Eyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  1 Fram

Rúnar vildi ekki kenna aðstæðum um tapið í dag.

„Það er alveg vindur í Reykjavík líka. Þeir eru búnir að spila einn leik hérna áður og þeir þorðu að færa boltann aðeins meira. Við vorum hræddir við það því við vildum ekki gera mistök með boltann. Það sem er verst er að þeir komast yfir og svo 2-0. Það er miklu auðveldara að verjast heldur en að sækja mark í þessum aðstæðum," sagði Rúnar.

Rúnar horfir fram á veginn og er bjartsýnn fyrir næsta leik gegn Aftureldingu á heimavelli.

„VIð erum búnir að gera fína hluti og getum spilað ágætis fótbolta. VIð gerðum það ekki í dag en vonandi getum við sýnt það á mánudaginn í næsta leik og haldið áfram að vaxa sem lið," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner