Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Sjáðu mörkin á AVIS - Tvenna í frumrauninni og glæsimörk Arons
Framarar fögnuðu sigri í gær.
Framarar fögnuðu sigri í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Byström skoraði tvö.
Jakob Byström skoraði tvö.
Mynd: Fram
Aron Sigurðarson hefur skorað fimm mörk í byrjun móts.
Aron Sigurðarson hefur skorað fimm mörk í byrjun móts.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er komið upp í 4. sæti deildarinnar.
Fram er komið upp í 4. sæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann í gær 2-3 útisigur á KR á AViS-vellinum í Laugardal í 8. umferð Bestu deildarinnar. Fram fór með sigrinum upp í 4. sætið og er nú tveimur stigum fyrir ofan KR. 8. umferðin heldur áfram með fjórum leikjum í dag.

KR 2 - 3 Fram
0-1 Jakob Byström ('17 )
1-1 Aron Sigurðarson ('20 )
1-2 Jakob Byström ('23 )
1-3 Vuk Oskar Dimitrijevic ('25 )
2-3 Aron Sigurðarson ('69 )

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Fram

Fram skoraði sín þrjú mörk á tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik.

„Auðvitað er aldrei gaman að fá á sig mörk og sum markanna sem við höfum fengið á okkur eru bara hreint og beint aulaleg og þar sem við erum bara ekki nógu harðir, nógu grimmir," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, m.a. eftir leikinn í gær. Viðtalið við hann má nálgast í heild sinni í spilaranum neðst.

Svíinn Jakob Byström lék í gær sinn fyrsta deildarleik fyrir Fram en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann skoraði tvennu í frumrauninni.

„Við þurfum hraða eins og í þessum unga strák og hann hefur eins og maður segir 'potential' í að verða betri fótboltamaður. Hann hefur ofboðslega marga góða eiginleika en hefur litla reynslu af meistaraflokksfótbolta. Mér fannst þetta vera rétti leikurinn fyrir hann í dag, við erum í meiðslum og við ákváðum að breyta um kerfi til að verjast KR-ingum betur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, skoraði sömuleiðis tvennu í leiknum og er kominn með fimm mörk í deildinni í fjórum spiluðum leikjum. Öll mörkin í leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.
Byström ræddi sjálfur við Vísi eftir leikinn í gær.

„Þetta var frábært, sérstaklega eftir löng meiðsli. Þetta hefur verið löng bið, en ég nýtti mér það sem hvatningu. Ég vonaðist eftir því (að skora) og er mjög ánægður að geta hjálpað liðinu að ná í þennan sigur. Við komum hingað með mikla orku. Við vissum að þetta yrði erfiður slagur og vissum að við þyrftum að hjálpa hvor öðrum. Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda, við vorum harðduglegir," sagði Byström m.a. og sagði að það ætti mætti eiga von á fleiri svona leikjum frá honum í sumar.
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 7 5 1 1 13 - 9 +4 16
2.    Víkingur R. 7 4 2 1 15 - 7 +8 14
3.    Vestri 7 4 1 2 8 - 3 +5 13
4.    Fram 8 4 0 4 14 - 13 +1 12
5.    KR 8 2 4 2 24 - 18 +6 10
6.    Stjarnan 7 3 1 3 11 - 12 -1 10
7.    Afturelding 7 3 1 3 8 - 10 -2 10
8.    Valur 7 2 3 2 15 - 12 +3 9
9.    ÍBV 7 2 2 3 7 - 11 -4 8
10.    FH 7 2 1 4 12 - 12 0 7
11.    ÍA 7 2 0 5 7 - 18 -11 6
12.    KA 7 1 2 4 6 - 15 -9 5
Athugasemdir
banner
banner