Jakob Byström gekk í raðir Fram í vetur en hann kom frá Svíþjóð. Hann kom á reynslu til Fram í desember og heillaði þjálfara liðsins.
Í kjölfarið var honum boðinn samningur og skrifaði undir í Úlfarsárdalnum. Byström er sænskur sóknarmaður sem átti góðan leik gegn KA í Lengjubikarnum í síðustu viku.
Byström, sem varð tvítugur í síðasta mánuði, ræddi við Fotbolta.net um félagaskiptin til Fram.
Í kjölfarið var honum boðinn samningur og skrifaði undir í Úlfarsárdalnum. Byström er sænskur sóknarmaður sem átti góðan leik gegn KA í Lengjubikarnum í síðustu viku.
Byström, sem varð tvítugur í síðasta mánuði, ræddi við Fotbolta.net um félagaskiptin til Fram.
Hafði heyrt góða hluti um íslenska leikmenn
„Það er mjög gott að vera leikmaður Fram. Félagið, starfsfólkið, þjálfararnir og leikmenn hafa tekið eins vel á móti mér og hægt er. Allir eru mjög vinalegir," segir Byström.
„Eftir að ég kláraði að spila í P19 Allsvenskan í Svíþjóð hafði ég áhuga á því að spila á Íslandi þar sem ég hef heyrt svo margt gott um íslenska leikmenn. Ég kom á reynslu til Fram í desember og kom til félagsins í byrjun febrúar."
Amma frá Dalvík
Byström er með tengingar við Ísland og fór yfir þær.
„Amma mín er frá Dalvík. Ég og fjölskylda mín höfum farið oft í frí til Íslands. Ég er mjög hrifinn af Íslandi, landinu og fólkinu. Ég er heppinn að eiga mörg skyldmenni í Reykjavík."
Í vetur átti hann samtal við ættingja sinn og lét hann vita af því að hann vildi spila á Íslandi og sá kom honum í samband við umboðsmanninn Ólaf Garðarsson.
Hraðari bolti
Hvernig finnst þér getustigið á Íslandi til þessa?
„Getustigið er mjög gott! Það eru mjög margir leikmenn í liðinu. Mér finnst leikurinn hraðari en það sem ég er vanur frá Svíþjóð og reynir meira á líkamlegu hliðina."
Stefnir á efri hlutann
Hvað viltu afreka með Fram?
„Mig langar að eiga eins stóran þátt í velgengni liðsins og hægt er. Ég vil að liðið endi í efri hlutanum og eigi mjög gott tímabil. Persónulegt markmið er að læra og þróast eins mikið og hægt er sem leikmaður."
Snöggur sóknarmaður
Hver er þín uppáhaldsstaða?
„Mér finnst skemmtilegast að spila á vinstri kantinum eða sem framherji, en ég get spilað allar sóknarstöðurnar. Styrkleiki minn er hraðinn, ég get notað báða fætur og ég næ oft að skapa færi fyrir samherjana eða mig sjálfan," segir Byström.
Athugasemdir