Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 24. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Blikar slógu met Eyjamanna í gær
Marki fagnað í gær
Marki fagnað í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik setti í gær met þegar liðið lagði KR í Bestu deild karla. Sigurinn var sextándi deildarsigur Breiðabliks í röð á heimavelli. Með sigrinum sló liðið met ÍBV sem vann fimmtán heimaleiki í röð á árunum 1997-99.

Athygli er vakin á þessari staðreynd á mbl.is.

Blikar höfðu jafnað met ÍBV með 4-1 sigri á KA á mánudag. Leikurinn í gær var þriðji heimaleikurinn í röð þar sem liðið skorar akkúrat fjögur mörk og í fjórða sinn alls á tímabilinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR

Blikar hafa alls unnið nítján keppnisleiki í röð á heimavelli. Liðið lagði Val í bikarnum fyrr í sumar og þá vann liðið bæði Austria Vín og Racing Union í Sambandsdeildinni fyrra. Liðið tapaði gegn Aberdeen í Sambandsdeildinni en sá leikur fór fram á Laugardalsvelli.

Síðasta liðið til að tapa ekki á Kópavogsvelli var KR í 1. umferð efstu deildar á síðasta tímabili.

„Kópavogsvöllur hefur verið mikið vígi fyrir okkur, hérna æfum við, hérna er okkar fólk og þetta er okkar heimili en engu síður eru hérna okkar stuðningsmenn sem styðja gríðarlega vel við bakið og hafa verið algjörlega frábærir í sumar."

„Það má heldur ekki gleyma því þetta er fyrsta árið hjá mér og Óskari þar sem áhorfendur eru leyfðir frá 1. umferð og ekki í hólfum eða eitthvað Covid dæmi. Mætingin búin að vera frábær, lang flestir áhorfendur á Kópavogsvelli, stór hluti af því er það hefur gengið rosa vel og við erum stoltir af þeim árangri. En það þýðir kannski ekki að telja einhverja heimasigra, það er bara fara í hvern leik, reyna sigra hann og það gekk í dag,"
sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

Leikurinn í gær fór 4-0 fyrir Breiðablik og er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem Breiðablik vinnur KR bæði á heimavelli og á útivelli.
Dóri Árna: Aldrei í hættu þegar við komumst yfir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner