PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mán 24. júní 2024 15:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir farnir úr leikmannahópi KR
Lúkas Magni.
Lúkas Magni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KR tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum í dag að tveir leikmenn sem hafa verið hluti af leikmannahópi liðsins að undanförnu verða ekki meira með í sumar.

Annar þeirra er Moutaz Neffati sem félagið fékk á láni frá Norrköping í kjölfar meiðsla Jóhannesar Kristins Bjarnasonar. Neffati er 19 ára Svíi og kom hann við sögu í sex leikjum með KR.

Hinn leikmaðurinn er Lúkas Magni Magnason sem er farinn til Bandaríkjanna í háskólanám.

Lúkas Magni er 19 ára varnarmaður sem á að baki sjö leiki fyrir yngri landsliðin. Hann kom frá Breiðabliki snemma á síðasta tímabili og skrifaði í vetur undir samning sem gildir út tímabilið 2027. Hann hafði komið við sögu í fimm leikjum í upphafi mótsins í ár.

„Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til félagsins og óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum," segir í tilkynningu KR.
Athugasemdir
banner
banner