Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 24. júlí 2024 22:24
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Lilja Björg hetjan í öðrum sigri Dalvíkur
Mynd: Davíð Þór Friðjónsson
Dalvík/Reynir 2 - 1 Augnablik
1-0 Lilja Björg Geirsdóttir ('14)
1-1 Markaskorara vantar ('31)
2-1 Lilja Björg Geirsdóttir ('79)

Lilja Björg Geirsdóttir reyndist hetja Dalvíkinga í dag þegar Augnablik kíkti í heimsókn í 2. deild kvenna.

Lilja Björg skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu en gestirnir úr Kópavogi jöfnuðu og var staðan því 1-1 í leikhlé.

Í síðari hálfleik var Lilja Björg aftur á ferðinni og gerði hún sigurmark Dalvíkinga á 79. mínútu.

Hún innsiglaði þar með glæsilegan sigur og aðeins þann annan á deildartímabilinu. Þetta er annar sigur Dalvíkinga í röð í deildinni og rífur liðið sig upp um tvö sæti, þar sem Dalvík/Reynir á núna 8 stig eftir 11 umferðir.

Augnablik er með 15 stig.
Athugasemdir
banner