Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 24. ágúst 2019 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Víðir Þorvarðar: Ekki eins og við séum búnir að skora 700 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Þorvarðarson, fyrirliði ÍBV, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn ÍA fyrr í dag.

ÍBV er stærðfræðilega fallið úr Pepsi Max-deildinni eftir tapið og mun leika í næstefstu deild næsta sumar.

„ÍBV hefur verið á niðurleið síðan 2014 sirka og þetta gerist svo í dag. Það eru margir hlutir sem spila inn í. Menn hafa kannski sofnað aðeins á verðinum og haldið að þetta reddist alltaf en svo gerist það ekki núna og við erum að fara niður," sagði Víðir.

„Það er markmiðið að fara strax aftur upp og það eru ákveðnir menn komnir í stjórn sem mér líst vel á. Ég vona að við rísum aftur upp eins og fuglinn Fönix."

Víðir segist ekki vilja gefa neitt út um sína eigin framtíð og því óljóst hvort fyrirliðinn fari niður með liðinu. Hann var að lokum spurður út í glæsimark Gary Martin sem enginn fagnaði.

„Ég verð að viðurkenna að ég var ótrúlega ósáttur með viðbrögð manna þar, það er ekki eins og við séum búnir að skora 700 mörk í sumar. Ég skil svosem að Gary fagni ekki en menn þurfa að hlaupa á eftir boltanum og sýna smá baráttu. Þetta er bara andleysi og smá til skammar finnst mér."
Athugasemdir
banner