Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 24. september 2023 19:33
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Ákveðið svekkelsi eftir að hafa misst þetta niður eftir að hafa komist yfir 2-1“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, eftir 2-2 jafntefli í Vesturbænum í dag. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Valur

Við fáum mark bara beint í kjölfarið, það var svekkjandi. Líka kannski í ljósi þess að þetta var svolítið soft vítaspyrna en ég held úrslitin hafi verið sanngjörn. Við skiptumst á að sækja og menn fengu færi, þetta var opinn leikur en alltaf svekkjandi þegar þú kemst yfir og við gefum tiltölulega ódýrt mark og svo eins og ég segi ódýrt víti“ sagði hann svo.

Valsmenn hafa ekki mikið að spila upp á í þeim leikjum sem eru eftir í deildinni. Þeir eru svo gott sem öruggir með 2. sætið og geta ekki náð Víkingum en aðspurður hvernig honum finnist að hvetja sína menn í þessa síðustu leiki segir hann:

Auðvitað er það kannski orðið þannig að það eru allar líkur á að við endum í þessu öðru sæti, Víkingar orðnir meistarar en það er náttúrulega hörku keppni um þessi Evrópusæti og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum bara að motivatea okkur fyrir þá. Og eins og ég hef sagt bæði eftir síðasta leik og þennan að við erum að reyna að taka þetta sem nýtt mót og reyna að taka sem flest stig í því. Þetta eru fimm leikir og það er möguleiki á að fá 15 stig en nú er það úti. Við eigum alveg möguleika á að enda í 13 stigum og við ætlum að reyna að fara sem næst því.“

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner