Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 24. september 2023 17:56
Sölvi Haraldsson
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ég er bara hundfúll. Við byrjum vel en þeir skora síðan bara 3 mörk á einhverjum 8 mínútum og drepa leikinn. Við reyndum og reyndum, strákarnir fá hrós fyrir það í seinni hálfleiknum. Það gekk bara ekkert upp í sóknarleiknum í dag og varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag.“ sagði Vigfús Arnar, þjálfari Leiknis, eftir 3-0 tap gegn Aftureldingu sem þýðir að tímabil Leiknis því formlega búið.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Leiknir R.

Það benti lítið til þess að eitthvað væri að fara að gerast fyrsta korterið en síðan skorar Afturelding þrjú mörk á átta mínútna kafla. Vigfús var spurður hvað honum fannst fara úrskeðis í þessum kafla.

Menn eru með fyrirmæli um að gera ákveðna hluti og menn framkvæmdu þá bara ekki nógu vel. Menn voru bara skrefinu of seinir og Aftureldingarmenn komust bara fram fyrir okkur og skoruðu í markið. Í þessum einvígum skipta smáatriðin gífurlega miklu máli og ef þú ert ekki ofan á í þeim þá áttu venjulega ekki von á góðu.“

Fúsi vildi laga spennustigið frá seinasta leiknum gegn Aftureldingu sem tapaðist einnig, 2-1.

Mér fannst spennustigið nokkuð hátt í fyrri leiknum. Það eru nokkrir ungir leikmenn í mínu liði sem hafa ekki spilað svona stóra leiki áður. Við þurftum að taka óþarfa margar snertingar á boltanum og vorum hægir í sóknaruppbyggingunni. Við ætluðum að tækla spennustigið þannig að menn kæmu slakir inn í þennan leik. Menn voru það fyrsta korterið. Við vorum afslappaðir á boltanum en síðan koma þessi augnablik í varnarleiknum sem drepa þennan leik.

Tilfinningarnar eru á flakki núna þannig það er kannski ekki beint sniðugt að greina leikinn núna. En við lærum klárlega af þessu. Leikmennirnir mínir munu setja þetta í reynslubankann. Þannig næst þegar við förum að spila háspennuleiki, þá koma þeir enn tilbúnari í það.

Núna er tímabilið búið fyrir Leikni en Fúsi er ákveðinn í því að Leiknisliðið mun verða betra fyrir næsta tímabil.

Það er klár að við ætum að verða betri fyrir næsta tímabil. Við þurfum að gera liðið betra. Ég er með ákveðnar hugmyndir og ég er búinn að læra margt á þessu tímabili. Maður lærir hluti um leikmennina sína, leikskipulagið og félagið. Þannig við munum klárlega koma betur undirbúnir í næsta tímabil.“

„Ég held að það voru 14 eða 15 leikmenn sem spiluðu með okkur á þessu tímabili sem spiluðu ekki með okkur í sumar. Við fórum í gríðarlega endurnýjun, við erum með eitt yngsta lið deildarinnar. Við fórum í gegnum öldudal í sumar, við vorum í fallbaráttu um mittsumar og við endum hér í lok september um að keppast um að komast upp í efstu deild. Þannig ég er bara gríðarlega sáttur. Allir leikmenn sem byrjuðu að æfa með okkur seinasta haust hafa spilað leik fyrir okkur á Íslandsmótinu. Við héldum allan tíman í okkar gildi, bæði inn í hópnum og í leikfræðinni. Það er klárlega uppgangur í liðinu og ég horfi björtum augum á framtíðina.“ sagði Vigfús Arnar, þjálfari Leiknis, að lokum eftir 3-0 tap við Aftureldingu í dag.

Nánar er rætt við Vigfús Arnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir