PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
   sun 24. september 2023 17:56
Sölvi Haraldsson
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ég er bara hundfúll. Við byrjum vel en þeir skora síðan bara 3 mörk á einhverjum 8 mínútum og drepa leikinn. Við reyndum og reyndum, strákarnir fá hrós fyrir það í seinni hálfleiknum. Það gekk bara ekkert upp í sóknarleiknum í dag og varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag.“ sagði Vigfús Arnar, þjálfari Leiknis, eftir 3-0 tap gegn Aftureldingu sem þýðir að tímabil Leiknis því formlega búið.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Leiknir R.

Það benti lítið til þess að eitthvað væri að fara að gerast fyrsta korterið en síðan skorar Afturelding þrjú mörk á átta mínútna kafla. Vigfús var spurður hvað honum fannst fara úrskeðis í þessum kafla.

Menn eru með fyrirmæli um að gera ákveðna hluti og menn framkvæmdu þá bara ekki nógu vel. Menn voru bara skrefinu of seinir og Aftureldingarmenn komust bara fram fyrir okkur og skoruðu í markið. Í þessum einvígum skipta smáatriðin gífurlega miklu máli og ef þú ert ekki ofan á í þeim þá áttu venjulega ekki von á góðu.“

Fúsi vildi laga spennustigið frá seinasta leiknum gegn Aftureldingu sem tapaðist einnig, 2-1.

Mér fannst spennustigið nokkuð hátt í fyrri leiknum. Það eru nokkrir ungir leikmenn í mínu liði sem hafa ekki spilað svona stóra leiki áður. Við þurftum að taka óþarfa margar snertingar á boltanum og vorum hægir í sóknaruppbyggingunni. Við ætluðum að tækla spennustigið þannig að menn kæmu slakir inn í þennan leik. Menn voru það fyrsta korterið. Við vorum afslappaðir á boltanum en síðan koma þessi augnablik í varnarleiknum sem drepa þennan leik.

Tilfinningarnar eru á flakki núna þannig það er kannski ekki beint sniðugt að greina leikinn núna. En við lærum klárlega af þessu. Leikmennirnir mínir munu setja þetta í reynslubankann. Þannig næst þegar við förum að spila háspennuleiki, þá koma þeir enn tilbúnari í það.

Núna er tímabilið búið fyrir Leikni en Fúsi er ákveðinn í því að Leiknisliðið mun verða betra fyrir næsta tímabil.

Það er klár að við ætum að verða betri fyrir næsta tímabil. Við þurfum að gera liðið betra. Ég er með ákveðnar hugmyndir og ég er búinn að læra margt á þessu tímabili. Maður lærir hluti um leikmennina sína, leikskipulagið og félagið. Þannig við munum klárlega koma betur undirbúnir í næsta tímabil.“

„Ég held að það voru 14 eða 15 leikmenn sem spiluðu með okkur á þessu tímabili sem spiluðu ekki með okkur í sumar. Við fórum í gríðarlega endurnýjun, við erum með eitt yngsta lið deildarinnar. Við fórum í gegnum öldudal í sumar, við vorum í fallbaráttu um mittsumar og við endum hér í lok september um að keppast um að komast upp í efstu deild. Þannig ég er bara gríðarlega sáttur. Allir leikmenn sem byrjuðu að æfa með okkur seinasta haust hafa spilað leik fyrir okkur á Íslandsmótinu. Við héldum allan tíman í okkar gildi, bæði inn í hópnum og í leikfræðinni. Það er klárlega uppgangur í liðinu og ég horfi björtum augum á framtíðina.“ sagði Vigfús Arnar, þjálfari Leiknis, að lokum eftir 3-0 tap við Aftureldingu í dag.

Nánar er rætt við Vigfús Arnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner