Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. október 2020 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Esbjerg vann - Andri Rúnar klúðraði, reiddist og meiddist
Mynd: Getty Images
Esbjerg vann í dag gegn Hobro í dönsku B-deildinni. Ólafur Helgi Kristjánsson er þjálfari Esbjerg og Andri Rúnar Bjarnason er leikmaður liðsins.

Andri Rúnar byrjaði leikinn en þurfti að yfirgefa völlinn snemma í seinni hálfleik. Andri var rétt áður en hann fór út af í góðu færi en náði ekki að skora. Í kjölfarið reiddist hann, fékk verk í bakið og gat ekki klárað leikinn.

Leikurinn endaði með 1-2 útisigri Esbjerg sem komst í 0-2 í leiknum. Esbjerg er í 3. sæti deildarinnar þessa stundina en níunda umferðin klárast um helgina.

Í gær vann OB Odense 0-3 útisigur á Lyngby í Superliga. Frederik Schram var á bekknum hjá Lyngby og hjá OB kom Aron Elís Þrándarson inn á 68. mínútu. Sveinn Aron Gudjohnsen var ónotaður varamaður hjá OB sem er með sjö stig í 8. sæti deildarinnar. Lyngby er með tvö stig í næstneðsta sæti.



Athugasemdir
banner
banner