Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. nóvember 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörvar um varnarleik í marki Ronaldo: Á svo margan hátt óásættanlegt
Ronaldo fagnar marki sínu.
Ronaldo fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo var á skotskónum þegar Juventus vann 2-1 dramatískan sigur á ungverska liðinu Ferencvaros.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Man Utd aftur á sigurbraut - Stórlið áfram

Juventus lenti í vandræðum í kvöld. Ferencvaros tók 1-0 forystu, en Ronaldo jafnaði metin á 35. mínútu. Alvaro Morata skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma.

Farið var yfir mark Ronaldo í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld. Varnarleikur Ferenecvaros var ekki upp á marga fiska.

„Þú ert ósáttur við þetta á öllum stigum," sagði Hjörvar Hafliðason. „Þetta er á svo margan hátt óásættanlegt," hélt Hjörvar um varnarleikinn hjá Abraham Frimpong, varnarmanni Ferencvaros.

„að gefa klofið svona, að setja rassagatið í boltann. Þetta er með ólíkindum."

Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, tók undir með Hjörvari. „Þú kemst kannski ekki nær honum en þetta en þú stendur bara. Þú hjálpar markverðinum akkúrat ekki neitt þarna."

Markið má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner