
H-riðillinn á HM fer af stað í dag. Úrúgvæ leikur gegn Suður-Kóreu klukkan 13 og klukkan 16 mætast Portúgal og Gana.
Fótboltamaðurinn og gæðablóðið Ingólfur Sigurðsson spáir í fyrrnefnda leikinn fyrir Fótbolta.net.
Úrúgvæ vantar ekki kosti fram á við með þá Luis Suarez, Darwin Nunez, Edinson Cavani og Maxi Gomez. Skærasta stjarna Suður-Kóreu, Son Heung-min, er klár í slaginn en hann mun þó spila með hlífðargrímu.
Fótboltamaðurinn og gæðablóðið Ingólfur Sigurðsson spáir í fyrrnefnda leikinn fyrir Fótbolta.net.
Úrúgvæ vantar ekki kosti fram á við með þá Luis Suarez, Darwin Nunez, Edinson Cavani og Maxi Gomez. Skærasta stjarna Suður-Kóreu, Son Heung-min, er klár í slaginn en hann mun þó spila með hlífðargrímu.
Úrúgvæ 1 - 0 Suður-Kórea
Loksins er komið að þessum stórleik. Leikmenn S-Kóreu koma inn í mótið fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Íslandi í síðasta leik sínum fyrir HM. Það dugir þó ekki til gegn Úrúgvæjum sem fara með 1-0 sigur af hólmi með skallamarki heitasta framherja Evrópu, Darwin Nunez.

Athugasemdir