
Cristiano Ronaldo er búinn að koma boltanum einu sinni í netið í leik gegn Gana sem núna stendur yfir.
Markið var hins vegar dæmt ógilt þar sem dómarinn mat það sem svo að Ronaldo hefði brotið af sér í aðdragandanum.
Hægt er að sjá atvikið hér að neðan. Dæmi hver fyrir sig en dómarinn var búinn að flauta áður en Ronaldo skoraði og því ekki hægt að skoða atvikið í VAR, myndbandsdómarakerfinu.
„HVAÐA DJÓK DÓMARI ER ÞETTA," skrifar Sigurður Gísli Bond Snorrason, leikmaður Aftureldingar, á Twitter en hann var ekki sáttur með þennan dóm.
Staðan er enn markalaus þegar þessi frétt er skrifuð. Portúgal hefur stjórnað ferðinni en ekki skapað sér mörg góð færi. Ronaldo fékk það besta í byrjun leiks en fyrsta snertingin sveik hann þar.
Ronaldo með mark........ en það fékk ekki að standa. Staðan því enn markalaus í leik Portúgal og Gana pic.twitter.com/DqsdrTRr2L
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 24, 2022
HVAÐA DJÓK DÓMARI ER ÞETTA
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) November 24, 2022
Athugasemdir