Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Rodri daðrar við Real Madrid - „Spánn er land mitt“
Gæti líka hugsað sér að klára ferilinn á Englandi
Rodri
Rodri
Mynd: EPA
Hann var ánægður með að Guardiola hafi framlengt samninginn
Hann var ánægður með að Guardiola hafi framlengt samninginn
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Rodri segir að hann þyrfti vandlega að skoða möguleika sína fengi hann símtal frá spænska stórveldinu Real Madrid.

Rodri fór um víðan völl í viðtali í sjónvarpsþættinum Cadena Ser’s El Larguero.

Margt sem hann sagði í þættinum þótti umdeilt en hann skaut lauflétt á Vinicius Junior, sem var í baráttu við hann um Ballon d'Or verðlaunin í ár, en Rodri hafði betur.

Talað var um atkvæðagreiðsluna sem algert hneyksli og ákvað Real Madrid að sniðganga verðlaunahátíðina sem fór fram í Frakklandi þar sem það taldi Vinicius augljósan sigurvegara.

Rodri sagði í þættinum að Vinicius þyrfti að einbeita sér meira að því sem hann gerir á vellinum í stað þess að pæla í öðru, en mörgum Brasilíumönnum fannst ummælin taktlaus. Neymar og Raphinha hafa báðir gagnrýnt Rodri fyrir þau ummæli.

Fer Rodri til Real?

Einnig var Rodri spurður út í framtíðina og hvort hann hefði áhuga á því að ganga í raðir Real Madrid á næstunni.

Spánverjinn sagði að hugurinn leitaði aftur heim en vildi heldur ekki útiloka að klára ferilinn á Englandi.

„Það er heiður þegar Real Madrid, besta og árangursríkasta félag í sögunni hringir í þig, og er það eitthvað sem maður þyrfti að skoða vandlega,“ sagði Rodri.

„Samningur minn rennur út eftir tvö ár og styttist í að maður fari að ræða þau mál. Samningur Guardiola var mjög mikilvæg hvatning og finnst mér ég mikils metinn hjá félaginu. Það gæti vel farið svo að ég klári ferilinn á Englandi, því það hefur gefið mér allt og ég elska fótboltann þar, en Spánn er land mitt. Ég fylgist alltaf vel með deildinni og liðin þar eru að verða betri með hverjum deginum,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner