Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mið 25. janúar 2023 15:16
Elvar Geir Magnússon
Biðst afsökunar á rasískum skilaboðum til Toney
24 ára karlmaður hefur beðist afsökunar á kynþáttaníð í skilaboðum sem hann sendi Ivan Toney, sóknarmanni Brentford, í gegnum netið.

Toney birti á Twitter í október skjáskot af hatursskilaboðum sem hann hafði fengið og lögreglan rannsakaði málið.

Hinn 24 ára gamli Antonio Neill fór fyrir dómstóla en skilaboð frá honum þóttu sérstaklega ógeðfelld og með kynþáttfordómum.

Málið hefur verið höndlað sem hatursglæpur og Neill hefur sýnt iðrun og segist sjá eftir þeim skilaboðum sem hann sendi Toney.

„Ég er fullur iðrunar og skammast mín, ég vil verða betri persóna," sagði Neille en verjandi hans hafði áður sagt að hann hafi verið undir áhrifum áfengis þegar skilaboðin voru send.

Neill hafi búið fjarri fjölskyldu sinni á þessum tíma og á svæði þar sem hann þekkti ekki marga. Hann hafi sýnt hegðun sem hann sjálfur hefði ekki órað fyrir að hann ætti eftir að sýna.

Þá kom fram að fjölskylda Neill hafi reynt að koma afsökunarbeiðni til Brentford áður en lögreglan tók málið upp.
Athugasemdir