Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   þri 25. febrúar 2025 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Icelandair
Létt yfir Cecilíu og Dagný Brynjarsdóttur á æfingu í Le Mans.
Létt yfir Cecilíu og Dagný Brynjarsdóttur á æfingu í Le Mans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn gegn Sviss.
Fyrir leikinn gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við verðum ekki jafnmikið með boltann og erum undir það búnar," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í Le Mans í Frakklandi.

Liðið gerði markalaust jafntefli við Sviss á föstudagskvöldið en mætir í kvöld Frökkum hér í Le Mans.

„Þær eru með mjög góða einstaklinga en ekki jafngott lið og við erum með. Þetta verður hörkuleikur. Það er erfitt að finna lið með betri liðsheild en íslenska liðið. Það hefur fleytt okkur langt hingað til og heldur áfram næstu árin."

Cecilía var búin að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands en var lengi frá vegna meiðsla á síðasta ári. Á sama tíma stóðu Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir sig frábærlega í markinu. Cecelía var svo í byrjunarliðinu gegn Sviss á föstudaginn en var hún farin að óttast að hún gæti misst sætið þegar hún sneri aftur?

„Ég segi það ekki, ég var bara heima að hugsa um að koma mér til baka svo ég studdi þær og var ánægð að sjá þegar þær stóðu sig vel því það þýðir að íslenska liðið stendur sig vel líka. Ég vildi bara koma til baka og gera mitt besta en svo velur þjálfarinn bara liðið og ég get ekki gert neitt í því."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan og þar ræðir hún tímann sinn með Inter á Ítalíu en þar hefur hún verið frábær og oft haldið hreinu.
Athugasemdir
banner
banner