Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 25. febrúar 2025 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Kvenaboltinn Icelandair
Létt yfir Cecilíu og Dagný Brynjarsdóttur á æfingu í Le Mans.
Létt yfir Cecilíu og Dagný Brynjarsdóttur á æfingu í Le Mans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn gegn Sviss.
Fyrir leikinn gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við verðum ekki jafnmikið með boltann og erum undir það búnar," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í Le Mans í Frakklandi.

Liðið gerði markalaust jafntefli við Sviss á föstudagskvöldið en mætir í kvöld Frökkum hér í Le Mans.

„Þær eru með mjög góða einstaklinga en ekki jafngott lið og við erum með. Þetta verður hörkuleikur. Það er erfitt að finna lið með betri liðsheild en íslenska liðið. Það hefur fleytt okkur langt hingað til og heldur áfram næstu árin."

Cecilía var búin að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands en var lengi frá vegna meiðsla á síðasta ári. Á sama tíma stóðu Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir sig frábærlega í markinu. Cecelía var svo í byrjunarliðinu gegn Sviss á föstudaginn en var hún farin að óttast að hún gæti misst sætið þegar hún sneri aftur?

„Ég segi það ekki, ég var bara heima að hugsa um að koma mér til baka svo ég studdi þær og var ánægð að sjá þegar þær stóðu sig vel því það þýðir að íslenska liðið stendur sig vel líka. Ég vildi bara koma til baka og gera mitt besta en svo velur þjálfarinn bara liðið og ég get ekki gert neitt í því."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan og þar ræðir hún tímann sinn með Inter á Ítalíu en þar hefur hún verið frábær og oft haldið hreinu.
Athugasemdir
banner
banner