Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   mið 25. maí 2022 22:11
Baldvin Már Borgarsson
Óli Jó: Ég vill fá Einherja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óli Jó var sáttur eftir sannfærandi 3-0 sigur sinna manna gegn Kára fyrr í kvöld í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

FH-ingar voru talsvert sterkari allan leikinn en tókst þó ekki að skora í fyrri hálfleik, í þeim seinni kláruðu þeir þó leikinn og skoruðu þrjú góð mörk.


Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Kári

„Svona er bikarinn bara, þa getur allt gerst í bikarnum en sem betur fer kláruðum við þetta bara, vorum þolinmóðir en við þurftum að leggja mikið í leikinn.''

„Eins og þú segir þá vorum við með fín tök á leiknum og leikurinn var aldrei í hættu þannig lagað, en það tekur ekki langan tíma að gera mark svo maður þarf að ná inn allavega tveimur mörkum svo manni líði þokkalega.''

Óskamótherji í 16-liða úrslitunum?

„Ég vill fá Einherja!'' Sagði Óli brattur en þegar fréttamaður benti Óla á að það væri ekki mögulegt að svo stöddu svaraði Óli hissa: „Nú okei, þá bara einhverja aðra.''

Nánar er rætt við Óla í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar hann meðal annars um liðsvalið, hvernig menn nýttu tækifærin og meiðsli leikmanna í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner