Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 25. maí 2023 18:27
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Valencia neitaði að taka þátt í herferð La Liga gegn rasisma
Mynd: Getty Images
Mouctar Diakhaby, leikmaður Valencia á Spáni, vildi ekki taka þátt í herferð La Liga í baráttunni gegn rasisma fyrir leik liðsins við Mallorca í kvöld.

Fyrir leik Mallorca og Valencia héldu leikmenn á borða til að koma skilaboðum á framfæri til að bola rasisma úr fótboltanum þar í landi en einn leikmaður neitaði að taka þátt.

Það var franski varnarmaðurinn Mouctar Diakhaby. Árið 2021 varð Diakhaby fyrir kynþáttafordómum af hálfu Juan Cala hjá Cadiz er liðin mættust.

Leikmenn Valencia ákváðu í sameiningu að yfirgefa völlinn í kjölfarið en snéru síðan aftur á völlinn til að klára leikinn. Diakhaby neitaði hins vegar að klára leikinn.

La Liga rannsakaði málið og fann engin sönnunargögn og náði því málið ekki lengra.

Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, hefur orðið fyrir barðinu á stuðningsmönnum fjölda liða í deildinni síðustu ár og fékk hann nóg eftir síðasta leik liðsins gegn Diakhaby og félögum. Brassinn fékk rauða spjaldið í uppbótartíma en Hugo Duro, leikmaður Valencia, var ekki refsað fyrir að taka leikmanninn í höfuðlás.

Eftir leikinn fékk Vinicius stuðning út um allan heim og var þá kallað eftir því að La Liga geri meira til að bola út rasisma, en Diakhaby ætlar ekki að taka þátt í því vegna meðferðarinnar sem hann fékk fyrir tveimur árum.


Athugasemdir
banner
banner