Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Magnús Már: Við erum vel settir með markmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir Jökull og Axel Óskar.
Bræðurnir Jökull og Axel Óskar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson gekk fyrr í þessum mánuði í raðir FH frá uppeldisfélaginu Aftureldingu. Hann fór ungur að árum í Reading á Englandi en sneri aftur sumarið 2024 og hjálpaði Eldingunni að komast upp í Bestu deildina í fyrsta sinn.

Hann varði svo mark liðsins á liðnu tímabili, en liðið féll niður í Lengudeildina.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var til viðtals í Útvarpsþættinum Fótbolti.net og var hann spurður út í Jökul.

„Hann vildi spila áfram í efstu deild. Hann kom til okkar í fyrra, valdi milli okkar og fleiri félaga í efstu deild. Hann tók slaginn með okkur sem ég held að hafi verið rétt skref hjá honum, held hann hefði aldrei vilja missa af því að spila fyrsta tímabilið með Aftureldingu í efstu deild og spila með bróður sínum. Við vissum að það gæti orðið þannig að hann færi frá okkur ef við færum niður og það er niðurstaðan."

„Það er bara eins og það er, en við erum með öflugan markmann í Arnari Daða sem er ungur og mjög efnilegur. Við verðum með gott lið og lífið heldur áfram. Við erum vel settir með markmann, þurfum að fá inn mann í samkeppni, við viljum vanda valið og finna góðan mann með honum. Arnar Daði er efnilegur og við teljum að hann sé klár,"
sagði Maggi.

Arnar Daði Jóhannesson er tvítugur og uppalinn hjá Aftureldingu. Hann var aðalmarkmaður Aftureldingar fyrri hluta tímabilsins 2024, áður en Jökull kom, og á að baki átta leiki fyrir yngri landsliðin.
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
Athugasemdir
banner