Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 18:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Minni sósa en menn almennt halda.
Minni sósa en menn almennt halda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron í Eldinguna? Gæti þá teygt á Cogic á hverjum degi.
Aron í Eldinguna? Gæti þá teygt á Cogic á hverjum degi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sá efnilegasti.
Sá efnilegasti.
Mynd: Aðsend
Besti andstæðingurinn.
Besti andstæðingurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki kannski huggulegasta myndin af þeim huggulega.
Ekki kannski huggulegasta myndin af þeim huggulega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sögustund með Jökli er ekki að fara klikka.
Sögustund með Jökli er ekki að fara klikka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar Snær er fæddur árið 2001 og lék vel á kantinum í liði Aftureldingar á síðasta ári. Hann er uppalinn hjá KF og var einnig í yngri flokkum KA og Vals. Í meistaraflokki hefur hann leikið með KF, KH, Selfossi og Aftureldingu. Valur hafði svo aftur áhuga á því að fá Hrannar í sínar raðir í vetur.

Hann getur einnig spilað sem bakvörður. Hann á að baki 112 KSÍ leiki og í þeim hefur hann skorað 14 mörk. Í dag sýnir Hrannar á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hrannar Snær Magnússon

Gælunafn: Ekkert gælunafn en strákunum finnst fyndið að kalla mig the dawg

Aldur: 23

Hjúskaparstaða: Free agent

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Sennilega verið einhver skemmtilegur æfingaleikur með KF 2017 í Boganum

Uppáhalds drykkur: Hleðsla

Uppáhalds matsölustaður: Fyrsta sem kom upp í hugann var Tokyo Sushi

Uppáhalds tölvuleikur: Spila ekki tölvuleiki í dag en Warzone í covid var eitthvað annað

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad og Peaky Blinders

Uppáhalds tónlistarmaður: Travis Scott og Bubbi

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki mikið á hlaðvörp en Dr. football og Gula spjaldið fá shoutout

Uppáhalds samfélagsmiðill: Enginn uppáhalds en Instagram fær þetta

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Hvenær er næsti leikur ?”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Dalvík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Vicente Valor kom mér á óvart í fyrra

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Verð að segja Maggi og Enes, Slobodan Milo og Milos Glogovac kenndi mér líka mikið

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Nokkrir sem koma til greina, en ætla ekki að fara starta neinu beefy fyrir season

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Messi og Suarez voru vinsælir og auðvitað ma&pa

Sætasti sigurinn: Síðasta sumar þegar við tryggðum okkur sæti í efstu deild, væri til í að upplifa þann dag aftur

Mestu vonbrigðin: Að falla með Selfossi á markatölu

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Aron Einarsson myndi smellpassa í klefann

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Bjarki Hrafn Garðarsson one to watch

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Alexander Clive, sá er huggulegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Er ekki Elín Metta að gera eitthvað comeback

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi.

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Í stað þess að VAR skoði allt fá lið 2-3 tækifæri að nota VAR í leik

Uppáhalds staður á Íslandi: Ólafsfjörður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: 2023 í Selfossi þegar Afturelding flengdi okkur 9-0 á Malbikstöðinni. Ég sé Aron Einarsson vera teygja á Elmari Kára eftir að hann fékk krampa (hann var búinn að setja 5 í grillið á okkur) og þeir voru í sókn, ekkert sérstaklega vinsælt þá en hlæjum að þessu í dag

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef gaman að mörgum íþróttum en fylgist mest með körfubolta og pílu

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Ágætis námsmaður, ekkert sem ég var áberandi lélegastur í

Vandræðalegasta augnablik: Selfoss ferillinn minn

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Gumma Tyrfings, Þórði Gunnari og Aroni Einarss, þær samræður færu ekki út fyrir hússins dyr

Bestur/best í klefanum og af hverju: Jökull er helvíti skemmtilegur í klefanum, hef gaman af því að hlusta á hann segja sögur

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri til í að sjá Arnar Daða koma sem hot bombshell í Love Island, missti af frammistöðunni hans á Chester í æfingaferðinni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er margfaldur Andrésarmeistari á gönguskíðum

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Georg Bjarnason kom mér virkilega á óvart, hélt að hann væri algjör sósa en dýrka gæjann í dag

Hverju laugstu síðast: Að Andri Freyr hafi verið klobbaður í reit

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Er ekki mjög hrifinn að boltalausum hlaupum

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Spyrja Muskarann í hverju ég ætti að kaupa

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Allir að mæta á völlinn og áfram Afturelding
Athugasemdir
banner
banner
banner