Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
banner
banner
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna karlar
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
laugardagur 29. mars
Championship
Burnley 1 - 0 Bristol City
Cardiff City 1 - 1 Sheff Wed
Hull City 0 - 1 Luton
Leeds 2 - 2 Swansea
Middlesbrough 2 - 1 Oxford United
Norwich 1 - 0 West Brom
Portsmouth 1 - 0 Blackburn
Stoke City 3 - 1 QPR
Sunderland 1 - 0 Millwall
Watford 0 - 0 Plymouth
FA Cup
Fulham 0 - 3 Crystal Palace
Brighton 0 - 0 Nott. Forest
Division 1 - Women
PSG (kvenna) - Saint-Etienne W - 20:00
Montpellier W 2 - 0 Paris W
Reims W 1 - 1 Le Havre W
Dijon W 3 - 0 Nantes W
Strasbourg W 6 - 0 Guingamp W
Bundesligan
Bayern 3 - 2 St. Pauli
Eintracht Frankfurt 1 - 0 Stuttgart
Hoffenheim 1 - 1 Augsburg
Wolfsburg 0 - 1 Heidenheim
Gladbach 1 - 0 RB Leipzig
Holstein Kiel 0 - 3 Werder
Frauen
Potsdam W 0 - 7 Hoffenheim W
Werder W 1 - 4 Eintracht Frankfurt W
WORLD: International Friendlies
Indonesia U-17 - Australia U-17 - 17:00
Serie A
Como 1 - 1 Empoli
Juventus 1 - 0 Genoa
Lecce - Roma - 19:45
Venezia 0 - 1 Bologna
Eliteserien
Stromsgodset 1 - 2 Rosenborg
Fredrikstad 3 - 0 SK Brann
Toppserien - Women
Kolbotn W 0 - 2 Lillestrom W
Lyn W 1 - 1 Honefoss W
Rosenborg W 2 - 1 Bodo-Glimt W
Roa W 0 - 1 Valerenga W
Úrvalsdeildin
CSKA 2 - 0 Dynamo Mkh
Dinamo 5 - 1 Orenburg
Khimki 2 - 0 Nizhnyi Novgorod
La Liga
Real Sociedad 2 - 1 Valladolid
Alaves 0 - 2 Vallecano
Espanyol 1 - 1 Atletico Madrid
Real Madrid - Leganes - 20:00
Damallsvenskan - Women
Kristianstads W 2 - 0 Hacken W
Linkoping W 0 - 5 Hammarby W
Alingsas W 1 - 4 Djurgarden W
Vittsjo W 1 - 0 Brommapojkarna W
Vaxjo W 0 - 1 Rosengard W
mið 26.mar 2025 18:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina: 10. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Afturelding muni enda í tíunda sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Nýliðar Aftureldingar halda sér uppi ef spáin rætist.

Afturelding fór með sigur af hólmi í úrslitum umspils Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.
Afturelding fór með sigur af hólmi í úrslitum umspils Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull hafði mikil áhrif á það að Afturelding komst upp.
Jökull hafði mikil áhrif á það að Afturelding komst upp.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar Kári hefur alla burði til að slá í gegn í Bestu deildinni.
Elmar Kári hefur alla burði til að slá í gegn í Bestu deildinni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjartur Bjarmi Barkarson.
Bjartur Bjarmi Barkarson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður gaman að sjá bræðurnar spila saman í sumar.
Það verður gaman að sjá bræðurnar spila saman í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson kom frá Breiðabliki.
Oliver Sigurjónsson kom frá Breiðabliki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Gunnar kom frá Fylki.
Þórður Gunnar kom frá Fylki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá Aftureldingu á undirbúningstímabilinu.
Úr leik hjá Aftureldingu á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framundan er fyrsta tímabilið hjá Mosfellingum í Bestu deildinni.
Framundan er fyrsta tímabilið hjá Mosfellingum í Bestu deildinni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Afturelding, 37 stig
11. Vestri, 27 stig
12. ÍBV, 14 stig

Um liðið: Síðustu tvö tímabil hafa verið sérstaklega eftirminnileg fyrir leikmenn, þjálfara, stuðningsfólk og alla þá einstaklinga sem koma að liði Aftureldingar. Sumarið 2023 endaði í hjartasorg þar sem Mosfellingar töpuðu í umspili Lengjudeildarinnar eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í lengst af. En í fyrra var sagan skrifuð eftir tímabil sem byrjaði illa. Aftureldingarliðið hikstaði mikið í byrjun tímabilsins en fann svo réttan takt seinni hluta tímabilsins og tókst að komast í umspilið. Þar voru þeir reynslunni ríkari og kláruðu dæmið; Afturelding leikur í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn í sumar og eftirvæntingin er mikil í Mosó.

Þjálfarinn: Heimamaðurinn Magnús Már Einarsson stýrir skútunni hjá Aftureldingu. Hann átti þátt í því að Afturelding komst upp í Lengjudeildina en hann var þá aðstoðarþjálfari. Hann tók svo við sem aðalþjálfari og síðan þá hefur gengið býsna vel. Afturelding hefur líka spilað mjög aðlaðandi fótbolta eftir að hann tók við, fótbolta sem hefur fengið viðurnefnið „Maggiball". Maggi er uppalinn í bænum og spilaði lengi fyrir félagið, en það skiptir hann og hans fjölskyldu miklu máli.

Styrkleikar: Þetta er lið sem hefur gengið í gegnum mikið saman síðustu árin, miklar hæðir og miklar lægðir. Það er óhætt að fullyrða það að strákarnir í liðinu og teymið í kringum þá séu reynslunni ríkari eftir síðustu ár og það ætti að hjálpa þegar komið er upp í Bestu deildina. Í liðinu eru margir heimamenn og það eru jafnframt heimamenn í teyminu á bak við liðið sem vita hvað það þýðir að spila fyrir Aftureldingu. Bræðralagið er sterkt og liðsheildin er öflug. Það myndast frábær stemning á heimaleikjum liðsins og hefur verið boðið upp á ýmislegt áhugavert í tengslum við leikina, svo sem nudd, húðflúr og steik. Það er mikið lagt upp úr góðri stemningu og það smitar inn á völlinn.

Veikleikar: Það er ekki stórkostlega mikil reynsla úr Bestu deildinni í liðinu, hvorki leikmenn né þjálfarar. Oliver Sigurjónsson kom til félagsins og það hjálpar, en flestir aðrir leikmenn liðsins eiga ekki marga leiki í efstu deild. Í Lengjudeildinni hafa þeir stjórnað og spilað fallegan fótbolta, en núna eru þeir komnir í sterkari deild þar sem þetta verður erfiðara. Maggi þarf mögulega að finna einhverja blöndu og aðlagast hærra gæðastigi án þess að fara alveg úr sínum gildum. Sóknarlega virðist þeim vanta níu sem getur skorað tíu mörk eða þar í kring í Bestu deildinni, en mögulega verður of mikil ábyrgð sett á herðar Elmars Kára Cogic að skora mörkin fyrir liðið. Hann gerði tíu mörk í Lengjudeildinni í fyrra.

Lykilmenn: Jökull Andrésson og Elmar Kári Enesson Cogic
Engin spurning. Jökull kom inn um mitt síðasta tímabil og var langbesti markvörður Lengjudeildarinnar eftir það. Ef hann hefði ekki komið, þá hefði Afturelding ekki farið upp. Á því liggur enginn vafi. Hann er mjög fær markvörður sem hefur burði til þess að verða einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sinni stöðu. Jökull er einnig frábær karakter sem lyftir stemningunni í búningsklefanum upp. Það verður mjög gaman að fylgjast með samvinnu hans og Axels Óskars, bróður hans, í sumar. Þá er Elmar Kári kantmaður sem hefur verið einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar síðustu sumur. Leikmaður með ótrúlega mikla hæfileika sem verður gaman að fylgjast með í Bestu deildinni. Hefur verið orðaður við félög í efri helmingnum en ef hann á gott sumar, þá gæti hann farið beint út í atvinnumennsku.

Gaman að fylgjast með: Bjartur Bjarmi Barkarson
Þrefalda B-ið er leikmaður sem hefur spilað mikilvægt hlutverk á miðjunni hjá Aftureldingu síðustu sumur. Vanmetinn miðjumaður sem hefur spilað yfir 150 leiki í meistaraflokki þrátt fyrir að vera bara á 23. aldursári. Er uppalinn hjá Víkingi Ólafsvík en hefur leikið með Aftureldingu frá 2023 við góðan orðstír. Ekkert rosalega þekkt stærð í íslenskum fótbolta en gæti blómstrað í Bestu deildinni í sumar ef hann heldur rétt á spilunum og það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með honum taka skrefið upp á við.

Spurningamerkin: Hvernig gengur að aðlagast nýju lífi í Bestu deildinni? Hvernig munu Jökull og Axel spila saman? Springur Elmar Kári gjörsamlega út?

Völlurinn: Skemmtilegasta vallarnafnið í deildinni? Malbikstöðin að Varmá er allaverga einn skemmtilegasti völlur landsins til að heimsækja. Það er upplifun. Afturelding leggur mikið upp úr umgjörð og það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þarna. Verður mjög flott viðbót við Bestu deildina.

Komnir:
Axel Óskar Andrésson frá KR
Oliver Sigurjónsson frá Breiðabliki
Þórður Gunnar Hafþórsson frá Fylki

Farnir:
Oliver Bjerrum Jensen
Patrekur Orri Guðjónsson í Álafoss
Ásgeir Frank Ásgeirsson hættur og orðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
Valgeir Árni Svansson í Álafoss



Leikmannalisti:
1. Jökull Andrésson (m)
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
3. Axel Óskar Andrésson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
6. Aron Elí Sævarsson
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
19. Sævar Atli Hugason
21. Þórður Gunnar Hafþórsson
22. Rikharður Smári Gröndal
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
27. Enes Þór Enesson Cogic
30. Oliver Sigurjónsson
77. Hrannar Snær Magnússon

Fyrstu fimm leikir Aftureldingar:
5. apríl, Breiðablik - Afturelding (Kópavogsvöllur)
13. apríl, Afturelding - ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)
24. apríl, Afturelding - Víkingur R. (Malbikstöðin að Varmá)
28. apríl, Fram - Afturelding (Lambhagavöllurinn)
5. maí, Afturelding - Stjarnan (Malbikstöðin að Varmá)

Spámennirnir: Anton Freyr Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Kári Snorrason, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Sölvi Haraldsson, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner