Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 26. maí 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland í dag - Tekst Dortmund að hleypa lífi í titilbaráttuna?
Fjórir leikir eru á dagskrá í 28. umferð þýsku deildarinnar í dag en stærstir leikurinn er viðureign Borussia Dortmund og Bayern München á Signal Iduna Park.

Bayern er með fjögurra stiga forystu á toppnum fyrir þessa umferð en Dortmund er í öðru sæti og þarf á öllum stigunum að halda til þess að hleypa lífi í titilbaráttuna.

Bæði lið hafa farið vel af stað eftir kórónaveiruna en bæði liðin hafa unnið fyrstu tvo leikina. Aðeins sjö leikir eru eftir og verður því spennandi að sjá hvað gerist.

Kai Havertz og félagar í Bayer Leverkusen mæta þá Wolfsburg en Havertz hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum. Þá spilar Frankfurt við Freiburg á meðan Werder Bremen mætir Borussia Monchengladbach.

Leikir dagsins:
16:30 Dortmund - Bayern
18:30 Leverkusen - Wolfsburg
18:30 Eintracht Frankfurt - Freiburg
18:30 Werder - Gladbach
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 12 11 1 0 44 9 +35 34
2 RB Leipzig 12 8 2 2 22 13 +9 26
3 Dortmund 12 7 4 1 21 11 +10 25
4 Leverkusen 12 7 2 3 28 17 +11 23
5 Hoffenheim 12 7 2 3 25 17 +8 23
6 Stuttgart 12 7 1 4 21 17 +4 22
7 Eintracht Frankfurt 12 6 3 3 28 23 +5 21
8 Freiburg 12 4 4 4 19 20 -1 16
9 Werder 12 4 4 4 16 21 -5 16
10 Köln 12 4 3 5 21 20 +1 15
11 Union Berlin 12 4 3 5 15 19 -4 15
12 Gladbach 12 3 4 5 16 19 -3 13
13 Hamburger 12 3 3 6 11 18 -7 12
14 Augsburg 12 3 1 8 15 27 -12 10
15 Wolfsburg 12 2 3 7 14 22 -8 9
16 Heidenheim 12 2 2 8 10 27 -17 8
17 St. Pauli 12 2 1 9 10 24 -14 7
18 Mainz 12 1 3 8 11 23 -12 6
Athugasemdir