
„Eftir alla leiki sem þú sigrar ertu ánægður með það," sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 4-1 sigur á Reyni Sandgerði í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.
Lestu um leikinn: KA 4 - 1 Reynir S.
„Frammistaðan var góð, frá byrjun og til enda réðum við ferðinni, vorum með boltann nánast allan tímann. Þeir skora í annarri sókn og það gefur þeim vítamínssprautu, það er alltaf erfitt í stöðunni 1-0, 1-1 þá er ennþá leikur, þá þurfa þeir bara að jafna. Mér fannst við halda haus og gera hlutina einfalt."
„Svo skorum við tiltölulega snemma í seinni hálfleik svo kemur þriðja markið í kjölfarið þá er leikurinn svolítið búinn."
Valdimar Logi Sævarsson fæddur árið 2006 og Mikael Breki Þórðarson fæddur árið 2007 komu inná þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Arnar var mjög ánægður með þá í leiknum.
„Gaman að geta sett unga og efnilega stráka hérna inná í lokin, gríðarlega efnilegir strákar sem fengu hérna mínútur og mér fannst þeir standa sig virkilega vel," sagði Arnar.