Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. ágúst 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 13. umferðar: Þróttarar með flesta fulltrúa
Lengjudeildin
Dion Acoff er í liði umferðarinnar í fyrsta sinn í sumar.
Dion Acoff er í liði umferðarinnar í fyrsta sinn í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Josip Zeba.
Josip Zeba.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík á flesta fulltrúa í liði 13. umferðar Lengjudeildarinnar eftir frábæran útisigur gegn Leikni Reykjavík. Gunnar Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar og er það í annað sinn í sumar sem hann fær þá tilnefningu.


Dion Acoff, Frank Lalic og Oliver Heiðarsson áttu góðan leik fyrir Þrótt og eru í úrvalsliðinu.

Fred Saraiva er í fimmta sinn í liðinu í sumar þar sem hann var maður leiksins í útisigri Fram gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Unnar Steinn Ingvarsson átti einnig góðan leik fyrir Fram.

Bjarni Ólafur Eiríksson og Alexander Ívan Bjarnason voru góðir þegar Magni og ÍBV gerðu jafntefli, og voru Kári Steinn Hlífarsson og Gonzalo Zamorano einnig góðir í jafnteflisleikjum.

Þá eru þeir Alexander Veigar Þórarinsson og Josip Zeba fyrir hönd Grindavíkur eftir frábæran heimasigur gegn Þór þar sem Grindavíkurliðið var tveimur færri frá 50. mínútu.

Lið fyrri umferða:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 12. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner