Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. ágúst 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 11. umferðar: Vuk og Fred í fjórða sinn
Lengjudeildin
Vuk Oskar Dimitrijevic.
Vuk Oskar Dimitrijevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Guðmundsson.
Gunnar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við hoppum úr 8. umferð Lengjudeildarinnar í þá elleftu eftir að tveimur umferðunum þar á milli var frestað eftir að Covid-pása var gerð á Íslandsmótinu.

Í 11. umferðinni unnu Þróttarar og Leiknir frá Fáskrúðsfirði nokkuð óvænta sigra. Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar, er þjálfari umferðarinnar eftir fyrsta sigur sumarsins hjá Þrótti, en sigurinn kom á Ólafsvík. Brynjar Skúlason, þjálfari Fáskrúðsfirðinga, gerði sterkt tilkall í að vera þjálfari umferðarinnar en Gunnar hafði betur í þetta skiptið.


Leiknir vann 4-3 sigur á Grindavík í mögnuðum leik. Jesus Maria Meneses Sabater, oftast kallaður "Chechu", skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði Leiknir sigur. Guðmundur Arnar Hjálmarsson átti einnig mjög flottan leik fyrir Leikni.

Þróttur á tvo fulltrúa í liðinu, ásamt Gunnari þjálfari, eftir sigurinn á Ólafsvík. Daði Bergsson stjórnaði ferðinni á miðsvæðinu og Lárus Björnsson átti einnig góðan leik. Brynjar Atli Bragason, markvörður Ólsara, kom í veg fyrir stærra tap.

Keflavík gerði góða ferð á Grenivík og vann þar sannfærandi sigur. Joey Gibbs skoraði þrennu og er auðvitað í liðinu ásamt tveimur liðsfélögum sínum, þeim Davíð Snæ Jóhannssyni og Sindra Þór Guðmundssyni.

Daníel Agnar Ásgeirsson var flottur í vörn Vestra í markalausu jafntefli við Aftureldingu, Fred Saraiva var fantagóður í jafntefli við ÍBV og Vuk Oskar Dimitrijevic var maður leiksins í 3-3 jafntefli Leiknis R. gegn Þór. Fred og Vuk eru í liði umferðarinnar í fjórða sinn í sumar.

Fyrri lið umferðar:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Athugasemdir
banner
banner