Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
   mán 26. september 2022 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Budojevice
Andri Fannar: Veit hvað ég get og þarf að reyna sýna það oftar
Hitað upp á æfingu í dag.
Hitað upp á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu
Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara mjög vel á þetta verkefni, við erum allir fullir af spenning og vitum hvað er undir. Það er mikil einbeiting og mikil spenna," sagði Andri Fannar Baldursson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins á Budojevice í Tékkladi í dag. Framundan er seinni leikur liðsins við Tékkland um sæti á EM næsta sumar.

Tékkar leiða með einu marki og þarf Ísland að vinna með einu marki á morgun til knýja fram framlengingu. Leikurinn fer fram á heimavelli Dynamo Ceske Budojevice.

„Við þurfum klárlega að skapa okkur færi, vinna fleiri einvígi, spila aðeins hraðar og vera meira 'sharp' í því sem við erum að reyna gera. Það var svolítið 'soft' hjá okkur, mér fannst þeir vinna fleiri einvígi og við hefðum þurft að elta mennina okkar betur og meiri samskipti hver ætti að taka hvern. Þeir eru mjög 'physical', það er eitthvað sem við þurfum að gíra okkur í fyrir morgundaginn."

Andri fékk lof fyrir hans frammistöðu á föstudag. Spáir hann eitthvað í því?

„Voða lítið fyrst að við fengum ekkert út úr þessum leik. Ég hefði kannski pælt meira í því ef við hefðum unnið leikinn. Ég veit hvað ég get í fótbolta og þarf að reyna sýna það oftar. Þetta er ekkert sem kemur mér sjálfum á óvart þannig, ég vil bara gera allt fyrir liðið og vonandi getur það hjálpað eitthvað."

Í boði er sæti á EM, hvernig er að vera á þessu stóra sviði?

„Það er mjög gaman, ég held að flestum fótboltamönnum dreymi um að spila á sem stærstu sviði. Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu, fleiri að horfa og meira stress. Það er bara geggjað."

Andri viðurkennir að hann upplifi bæði spennu og stress. „Ég er meira með spennuna en auðvitað kemur smá stress þegar við erum að spila leikina og það er mikið undir. Við þurfum að vera mjög einbeittir á leikinn á morgun og njóta þess að spila líka."

Andri var hluti af U21 landsliðinu sem fór á EM í fyrra. Þá var heimsfaraldur og ekki alvöru stórmótafílingur yfir öllu saman.

„Síðast var hálfgert Covid-EM. Það er mjög stórt að komast á EM og mikil reynsla fyrir alla leikmenn. Það væri mjög hollt fyrir íslenskan fótbolta að komast á EM og öllum í liðinu langar að fara á EM. Leikurinn á morgun, við vitum allir hvað er undir. Það er bara að gefa allt í leikinn," sagði Andri.

Í lok viðtalsins er hann spurður út í fyrstu vikurnar hjá NEC Nijmegen, Sinisa Mihajlovic og Bologna. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner