Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mán 26. september 2022 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Budojevice
Andri Fannar: Veit hvað ég get og þarf að reyna sýna það oftar
Hitað upp á æfingu í dag.
Hitað upp á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu
Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara mjög vel á þetta verkefni, við erum allir fullir af spenning og vitum hvað er undir. Það er mikil einbeiting og mikil spenna," sagði Andri Fannar Baldursson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins á Budojevice í Tékkladi í dag. Framundan er seinni leikur liðsins við Tékkland um sæti á EM næsta sumar.

Tékkar leiða með einu marki og þarf Ísland að vinna með einu marki á morgun til knýja fram framlengingu. Leikurinn fer fram á heimavelli Dynamo Ceske Budojevice.

„Við þurfum klárlega að skapa okkur færi, vinna fleiri einvígi, spila aðeins hraðar og vera meira 'sharp' í því sem við erum að reyna gera. Það var svolítið 'soft' hjá okkur, mér fannst þeir vinna fleiri einvígi og við hefðum þurft að elta mennina okkar betur og meiri samskipti hver ætti að taka hvern. Þeir eru mjög 'physical', það er eitthvað sem við þurfum að gíra okkur í fyrir morgundaginn."

Andri fékk lof fyrir hans frammistöðu á föstudag. Spáir hann eitthvað í því?

„Voða lítið fyrst að við fengum ekkert út úr þessum leik. Ég hefði kannski pælt meira í því ef við hefðum unnið leikinn. Ég veit hvað ég get í fótbolta og þarf að reyna sýna það oftar. Þetta er ekkert sem kemur mér sjálfum á óvart þannig, ég vil bara gera allt fyrir liðið og vonandi getur það hjálpað eitthvað."

Í boði er sæti á EM, hvernig er að vera á þessu stóra sviði?

„Það er mjög gaman, ég held að flestum fótboltamönnum dreymi um að spila á sem stærstu sviði. Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu, fleiri að horfa og meira stress. Það er bara geggjað."

Andri viðurkennir að hann upplifi bæði spennu og stress. „Ég er meira með spennuna en auðvitað kemur smá stress þegar við erum að spila leikina og það er mikið undir. Við þurfum að vera mjög einbeittir á leikinn á morgun og njóta þess að spila líka."

Andri var hluti af U21 landsliðinu sem fór á EM í fyrra. Þá var heimsfaraldur og ekki alvöru stórmótafílingur yfir öllu saman.

„Síðast var hálfgert Covid-EM. Það er mjög stórt að komast á EM og mikil reynsla fyrir alla leikmenn. Það væri mjög hollt fyrir íslenskan fótbolta að komast á EM og öllum í liðinu langar að fara á EM. Leikurinn á morgun, við vitum allir hvað er undir. Það er bara að gefa allt í leikinn," sagði Andri.

Í lok viðtalsins er hann spurður út í fyrstu vikurnar hjá NEC Nijmegen, Sinisa Mihajlovic og Bologna. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner