Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   mán 26. september 2022 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Budojevice
Andri Fannar: Veit hvað ég get og þarf að reyna sýna það oftar
Hitað upp á æfingu í dag.
Hitað upp á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu
Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara mjög vel á þetta verkefni, við erum allir fullir af spenning og vitum hvað er undir. Það er mikil einbeiting og mikil spenna," sagði Andri Fannar Baldursson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins á Budojevice í Tékkladi í dag. Framundan er seinni leikur liðsins við Tékkland um sæti á EM næsta sumar.

Tékkar leiða með einu marki og þarf Ísland að vinna með einu marki á morgun til knýja fram framlengingu. Leikurinn fer fram á heimavelli Dynamo Ceske Budojevice.

„Við þurfum klárlega að skapa okkur færi, vinna fleiri einvígi, spila aðeins hraðar og vera meira 'sharp' í því sem við erum að reyna gera. Það var svolítið 'soft' hjá okkur, mér fannst þeir vinna fleiri einvígi og við hefðum þurft að elta mennina okkar betur og meiri samskipti hver ætti að taka hvern. Þeir eru mjög 'physical', það er eitthvað sem við þurfum að gíra okkur í fyrir morgundaginn."

Andri fékk lof fyrir hans frammistöðu á föstudag. Spáir hann eitthvað í því?

„Voða lítið fyrst að við fengum ekkert út úr þessum leik. Ég hefði kannski pælt meira í því ef við hefðum unnið leikinn. Ég veit hvað ég get í fótbolta og þarf að reyna sýna það oftar. Þetta er ekkert sem kemur mér sjálfum á óvart þannig, ég vil bara gera allt fyrir liðið og vonandi getur það hjálpað eitthvað."

Í boði er sæti á EM, hvernig er að vera á þessu stóra sviði?

„Það er mjög gaman, ég held að flestum fótboltamönnum dreymi um að spila á sem stærstu sviði. Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu, fleiri að horfa og meira stress. Það er bara geggjað."

Andri viðurkennir að hann upplifi bæði spennu og stress. „Ég er meira með spennuna en auðvitað kemur smá stress þegar við erum að spila leikina og það er mikið undir. Við þurfum að vera mjög einbeittir á leikinn á morgun og njóta þess að spila líka."

Andri var hluti af U21 landsliðinu sem fór á EM í fyrra. Þá var heimsfaraldur og ekki alvöru stórmótafílingur yfir öllu saman.

„Síðast var hálfgert Covid-EM. Það er mjög stórt að komast á EM og mikil reynsla fyrir alla leikmenn. Það væri mjög hollt fyrir íslenskan fótbolta að komast á EM og öllum í liðinu langar að fara á EM. Leikurinn á morgun, við vitum allir hvað er undir. Það er bara að gefa allt í leikinn," sagði Andri.

Í lok viðtalsins er hann spurður út í fyrstu vikurnar hjá NEC Nijmegen, Sinisa Mihajlovic og Bologna. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að neðan.
Athugasemdir
banner