Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 26. september 2022 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Budojevice
Andri Fannar: Veit hvað ég get og þarf að reyna sýna það oftar
Hitað upp á æfingu í dag.
Hitað upp á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu
Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara mjög vel á þetta verkefni, við erum allir fullir af spenning og vitum hvað er undir. Það er mikil einbeiting og mikil spenna," sagði Andri Fannar Baldursson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins á Budojevice í Tékkladi í dag. Framundan er seinni leikur liðsins við Tékkland um sæti á EM næsta sumar.

Tékkar leiða með einu marki og þarf Ísland að vinna með einu marki á morgun til knýja fram framlengingu. Leikurinn fer fram á heimavelli Dynamo Ceske Budojevice.

„Við þurfum klárlega að skapa okkur færi, vinna fleiri einvígi, spila aðeins hraðar og vera meira 'sharp' í því sem við erum að reyna gera. Það var svolítið 'soft' hjá okkur, mér fannst þeir vinna fleiri einvígi og við hefðum þurft að elta mennina okkar betur og meiri samskipti hver ætti að taka hvern. Þeir eru mjög 'physical', það er eitthvað sem við þurfum að gíra okkur í fyrir morgundaginn."

Andri fékk lof fyrir hans frammistöðu á föstudag. Spáir hann eitthvað í því?

„Voða lítið fyrst að við fengum ekkert út úr þessum leik. Ég hefði kannski pælt meira í því ef við hefðum unnið leikinn. Ég veit hvað ég get í fótbolta og þarf að reyna sýna það oftar. Þetta er ekkert sem kemur mér sjálfum á óvart þannig, ég vil bara gera allt fyrir liðið og vonandi getur það hjálpað eitthvað."

Í boði er sæti á EM, hvernig er að vera á þessu stóra sviði?

„Það er mjög gaman, ég held að flestum fótboltamönnum dreymi um að spila á sem stærstu sviði. Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu, fleiri að horfa og meira stress. Það er bara geggjað."

Andri viðurkennir að hann upplifi bæði spennu og stress. „Ég er meira með spennuna en auðvitað kemur smá stress þegar við erum að spila leikina og það er mikið undir. Við þurfum að vera mjög einbeittir á leikinn á morgun og njóta þess að spila líka."

Andri var hluti af U21 landsliðinu sem fór á EM í fyrra. Þá var heimsfaraldur og ekki alvöru stórmótafílingur yfir öllu saman.

„Síðast var hálfgert Covid-EM. Það er mjög stórt að komast á EM og mikil reynsla fyrir alla leikmenn. Það væri mjög hollt fyrir íslenskan fótbolta að komast á EM og öllum í liðinu langar að fara á EM. Leikurinn á morgun, við vitum allir hvað er undir. Það er bara að gefa allt í leikinn," sagði Andri.

Í lok viðtalsins er hann spurður út í fyrstu vikurnar hjá NEC Nijmegen, Sinisa Mihajlovic og Bologna. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að neðan.
Athugasemdir
banner
banner